Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gervihnattarmynd frá 10. september sýnir Larissa-svæði í Þessalíu og hvernig Pinios á hefur flætt langt yfir bakka sína og valdið miklu tjóni á þessu stóra landbúnaðasvæði Grikklands.
Gervihnattarmynd frá 10. september sýnir Larissa-svæði í Þessalíu og hvernig Pinios á hefur flætt langt yfir bakka sína og valdið miklu tjóni á þessu stóra landbúnaðasvæði Grikklands.
Mynd / European Union, Copernicus Sentinel-2 imagery
Utan úr heimi 29. október 2023

Matarkarfa Grikkja kaffærð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stærsta landbúnaðarsvæði Grikklands varð ofsaveðri að bráð í september og ljóst er að landsvæðið mun þurfa langan tíma til að jafna sig.

Um fjórðungur allrar landbúnaðarframleiðslu Grikkja fer fram á frjósömum sléttum Þessalíuhéraðs á meginlandinu. Þar er meðal annars ræktað hveiti, bygg, bómull, baunir og hnetur í stórum stíl ásamt ávöxtum og tómötum að ónefndu fóðri fyrir búfé, enda má finna eitt allra stærsta graslenda landsins í héraðinu.

Fimmtán manns fórust þegar ofsaveðrið Daníel fór yfir Grikkland í september og varð fyrrnefnt hérað þar verst úti. Um fimm þúsund manns þurftu að yfir- gefa heimili sín, innviðir eyðilögðust, talið er að yfir 200.000 dýr hafi drukknað og talað er um mesta uppskerubrest þar í landi í manna minnum. Talið er að um 73.000 hektara lands hafi farið þar undir vatn. Kom stormurinn á versta tíma enda mikið af afurðum svæðisins við það að vera uppskorin.

Þrátt fyrir fyrirheit stjórnvalda um neyðarhjálp til handa bændum til að endurbyggja heimili sín og starfsemi mun taka langan tíma að koma þessari stærstu matarkistu Grikklands til fyrra horfs. Í fjölmiðlum ytra segja sérfræðingar að aur sem liggur yfir ræktarlandi hafi neikvæð áhrif á jarðvegsgæði, þau tré sem enn standi séu bakteríusmituð eftir vatnsflauminn. Þá taki tíma að fjölga hjörðum geita og kúa eftir miklar búsifjar. Yfirvofandi er hætta á matarskorti og verðhækkunum vegna uppskerubrestsins.

Ofsaveðrið kom í kjölfar eins heitasta sumars Grikklands síðan mælingar hófust sem leiddi af sér víðtækar eyðileggingar víða um land og eyjar af völdum umfangsmikilla gróðurelda og varð á þriðja tug manns að aldurtila.

Skylt efni: Grikkland | flóð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...