Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Yfirlitskort yfir matareyðimerkur í Bandaríkjunum þar sem engin matvöruverslun er í um 1,6 kílómetra fjarlægð.
Yfirlitskort yfir matareyðimerkur í Bandaríkjunum þar sem engin matvöruverslun er í um 1,6 kílómetra fjarlægð.
Mynd / feedingchildreneverywhere.com
Fréttir 24. janúar 2018

Matareyðimerkur verða algengari í Bandaríkjunum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir - feedingchildreneverywhere.com
Sú ótrúlega þróun og veruleiki á sér stað í Bandaríkjunum að það sem nefnt hefur verið matareyðimerkur verða sífellt algengari. 
 
Það þýðir að fólk á ákveðnum svæðum hefur ekki aðgang að matvörubúðum á sínu svæði til að nálgast venjuleg og næringarrík matvæli heldur eru eingöngu skyndibitastaðir og ruslfæði í boði í nánasta umhverfi íbúa. Þessi staðreynd á við um í kringum 11 milljónir Bandaríkjamanna í dag sem er sláandi há tala. 
 
Því er hægt að ímynda sér þá sviðsmynd að íbúar þessara svæða hafa aldrei möguleika á að versla í venjulegum matvöruverslunum á sínu svæði, það getur ekki verslað sér ferska ávexti og grænmeti eða önnur matvæli til að elda sér heima næringarríkan og hollan mat. Skilgreining á matareyðimörkum er að engin matvöruverslun eða almennilegar almenningssamgöngur eru í um 1,6 kílómetra fjarlægð. Fæstar fjölskyldur sem búa á þessum svæðum eiga bifreið og þurfa því að reiða sig á almenningssamgöngur varðandi vinnu og ganga í verslanir sem næstar þeim eru til að kaupa í matinn, sem er á þessum svæðum eingöngu skyndibitastaðir eða litlar verslanir sem selja ruslfæði. 
 
Skattaívilnanir og ruslfæði
 
Forsvarsmenn stórra matvöru­verslana kanna lýðfræðilega þætti svæða áður en þeir ákveða hvar þeir opna nýjar verslanir. Því miður hefur þróunin orðið þannig að svæði þar sem fátækt ríkir í Bandaríkjunum falla ekki innan viðmiða verslanakeðjanna til að opna þar verslanir með almennilegum matvælum. Íbúar þessara svæða hafa því eingöngu aðgang að litlum hverfisverslunum sem sérhæfa sig í að selja áfengi og ruslfæði. 
 
Í dag eru hundruð svæða sem flokka má sem matareyðimerkur í Bandaríkjunum og eru margir á því að stjórnvöld í samráði við eigendur matvöruverslana verði að taka á vandanum áður en hann verður enn stærri. Fyrsta skrefið hefur verið stigið af stjórnvöldum með því að bjóða skattaívilnanir fyrir fyrirtæki sem eru tilbúin að koma inn og opna matvöruverslanir á þessum svæðum með holl matvæli. Það hefur, enn sem komið er, ekki borið tilætlaðan árangur en von stjórnvalda er að það breytist hægt og sígandi. Á sama tíma eru aðrir sem kalla eftir meiri umræðu um matareyðimerkur og benda á að stór hluti Bandaríkjamanna viti ekki einu sinni hvað hugtakið þýði þó að milljónir samlanda þeirra þjáist án næringarríkra matvæla. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...