Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Afurðir úr hreinum bambus eru leyfilegar og ágætis staðgengill plasts.
Afurðir úr hreinum bambus eru leyfilegar og ágætis staðgengill plasts.
Mynd / Unsplash
Utan úr heimi 3. febrúar 2023

Mataráhöld upprætt í hundraðavís

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hundruð plastvara sem innihéldu fylliefni af jurtauppruna, s.s. bambus og maís, voru upprættar í átaksverkefni eftirlitskerfisins Food Fraud Network gegn óleyfilegri notkun á slíkum efnum í matarílát og mataráhöld.

Borðbúnaður sem markaðssettur er sem umhverfisvænn staðgengill plasts hefur á undanförnum árum vaxið mikið á markaði. Bambusvörur af ýmsu tagi, svo sem hnífapör og matarílát, eru til að mynda vinsælar meðal neytenda sem vilja vera vistvænni.

Hins vegar eru allmörg dæmi um að vörur, markaðssettar sem náttúrulegar bambusvörur, séu gerðar úr plastefni sem kallast melamín, bambus er síðan notað sem fylliefni. Evrópska matvælaöryggisstofnunin hefur ályktað að notkun á fylliefnum af jurtauppruna sem ætlað er að snerta matvæli þarfnist frekari rannsókna. Melamín-bambusvörur eru því bannaðar.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Evrópska eftirlitskerfið Food Fraud Network ruddu úr vegi árið 2021 átaksverkefni með tollyfirvöldum sambandsþjóðanna sem miðaði að því að binda enda á ólöglegan innflutning og viðskipti með vörur sem innihéldu slík fylliefni.

Alls tók 21 land þátt í samræmdum aðgerðum og leiddi það til verulegrar aukningar á upprætingu ólöglegra vara. Alls voru 748 mál skráð í átakinu sem leiddu til upprætingar og innköllunar á 644 vörum á markaði innan Evrópusambandsins en 104 vörum var hafnað við landamæraeftirlit. Alls voru 580 af þessum vörum nær eingöngu seldar gegnum vefverslanir. Meirihluti ólöglegu varanna kom frá Kína.

Framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðilar viðkomandi vara voru krafðir um að taka þær tafarlaust af markaði.

Dæmi um melamín-plastvörur sem upprættar voru í átaksverkefninu.

Eftirlit á Íslandi

Samkvæmt upplýsingum frá Herdísi M. Guðjónsdóttur, fagsviðsstjóra hjá Matvælastofnun, lét heilbrigðiseftirlitið hér á landi skoða íslenskan markað í tengslum við átakið. Voru þá fjarlægðar plastvörur sem innihéldu bambusduft.

Einnig komu nokkrar tilkynningar gegnum viðvörunarkerfi Evrópu, RASFF, um slíkar vörur sem fylgt var eftir. Eftirlit með íslenskum markaði er enn í gangi. Að sögn Herdísar var fjöldi slíkra vara hér á landi töluverður en í öllu falli settar á markað með góðri trú að vörurnar væru úr bambus, en ekki plast með bambusdufti.

Plastefni sem ætlað er að vera í snertingu við matvæli mega aðeins vera framleidd með efnum sem hafa tilskilin leyfi í samræmi við reglugerðir. Borðbúnaður sem eingöngu er úr melamíni eru leyfileg ef þau uppfylla tilteknar reglur.

Vörur úr melamíni sem inniheldur bambus er bannaður. Afurðir úr hreinum bambus eru leyfilegar og ágætis staðgengill plasts.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...