Mata fékk mest af tollkvótanum fyrir óunnar kjötvörur sem var í boði til innflutnings frá Evrópusambandinu. Myndin er frá kjötborði Kjötkompanís, en félagið fékk átta tonna nautakjötskvóta úthlutað.
Mata fékk mest af tollkvótanum fyrir óunnar kjötvörur sem var í boði til innflutnings frá Evrópusambandinu. Myndin er frá kjötborði Kjötkompanís, en félagið fékk átta tonna nautakjötskvóta úthlutað.
Mynd / smh
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir tímabilið 1. janúar 2026 til 30. júní 2026 og fær Mata langmest af kvótanum fyrir óunnar kjötvörur, eða rúm 300 tonn. Næstmest fær Háihólmi, rúm 168 tonn, og síðan LL42 sem fær rúm 157 tonn.

Mata fær mest af svína- og alifuglakjöti. Á vef fyrirtækisins Mata er starfsemin sögð felast í sölu og dreifingu ávaxta og grænmetis til verslana, veitingastaða og mötuneyta á Íslandi. Þar segir að það sé dótturfyrirtæki Langasjávar, en systurfélögin séu Matfugl, sem sé einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða á Íslandi, Síld og fiskur, sem sé einnig þekktasti framleiðandi á kjötáleggi og grísakjöti undir merkjum Ali, og Salathúsið sem framleiði salattegundir. Í fyrirtækjaskrá eru Guðný Edda Gísladóttir, Eggert Árni Gíslason og Halldór Páll Gíslason skráðir eigendur Mata.

Háihólmi fær úr öllum kjötflokkum

Háihólmi fær umtalsvert magn kjötkvóta í öllum þremur kjöttegundunum. Í fyrirtækjaskrá er Birgir Karl Ólafsson skráður forráðamaður og eigandi með 100% eignarhlut.

Fyrirtækinu LL42 er úthlutað kvótum í svína- og alifuglakjöti. Í fyrirtækjaskrá er Geir Gunnar Geirsson skráður forráðamaður og eigandi með 50% eignarhlut en hann er einnig forstjóri Stjörnugríss.Nathan & Olsen fær rúmlega 140 tonn af nauta- og alifuglakjöti. Björg Fenger er skráður stjórnarformaður Nathan í fyrirtækjaskrá og annar eigenda ásamt Ara Fenger.

Útboðsgjald 760 krónur fyrir nautakjöt

Útboðsgjald tollkvóta ræðst af lægsta samþykkta tilboði í hverjum vörulið, sem telst þá til jafnvægisverðs.

Fyrir kíló af nautakjöti reiknast jafnvægisverðið 760 krónur, 380 krónur á hvert kíló af svínakjöti, 620 krónur á kíló alifuglakjöts og 460 krónur fyrir kílóið af alifuglakjöti í flokknum lífrænt ræktað/lausagöngu.

Skylt efni: tollkvótar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...