Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Myndin tengist ekki umfjölluninni beint.
Myndin tengist ekki umfjölluninni beint.
Mynd / Bbl
Fréttir 8. júní 2020

MAST kærir meinta sölu á heimaslátruðu lambakjöti

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur óskað eftir lögreglurannsókn á meintri ólögmætri dreifingu lambakjöts, af gripum sem slátrað var heima á bæ á Norðurlandi síðastliðinn vetur. Tveir einstaklingar búsettir þar buðu lambakjöt til sölu á samfélagsmiðli. Grunur leikur á að kjötið komi úr heimaslátruðu sauðfé.

Samkvæmt lögum um slátrun og sláturafurðir má einungis dreifa og selja kjöt sem hefur verið slátrað í löggiltu sláturhúsi og heilbrigðisskoðað af dýralækni á vegum Matvælastofnunar. „Meint brot felst í því að taka til slátrunar sauðfé utan sláturhúss og setja á markað afurðirnar af því fé án þess að það hafi verið heilbrigðisskoðað í samræmi við gildandi löggjöf. Einungis má nýta afurðir af heimaslátruðu fé til einkaneyslu,“ segir í tilkynningunni.

Einar Thorlacius, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, segir málið nú í höndum lögreglu að meta hvort hún gefur út ákæru eða fellir málið niður. „Um er að ræða tvö sauðfjárbú.  Það eina sem við höfum í höndunum eru auglýsingar á Facebook-síðum og svör umræddra aðila eftir bréfaskriftir Matvælastofnunar við þá.  Við töldum svörin ófullnægjandi. Rannsóknarheimildir okkar eru hins vegar takmarkaðar – við getum t.d. ekki kallað fólk til yfirheyrslu – og því töldum við eðlilegt að vísa málinu til lögreglu til frekari rannsóknar.

Við getum ekki upplýst um hvaða bæi er að ræða,“ segir Einar. Hann vekur athygli á fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 20. nóvember 2019 þar sem bókað var að úrgangur í gámum gefi til kynna að talsvert sé um sölu og heimavinnslu á kjöti í umdæminu. Heilbrigðiseftirliti er þar falið að reyna að áætla magn og meðferð úrgangs í samráði við MAST og sveitarfélögin sem koma að rekstri Heilbrigðiseftirlitsins.

„Ef um er að ræða heimaslátraðar afurðir sem reynt er að selja án þess að það hafi tekist er væntanlega um að ræða tilraun til brots á þágildandi löggjöf um slátrun og sláturafurðir. En þetta mun lögreglan væntanlega rannsaka nánar,“ segir Einar.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f