Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961
Mynd / Bbl
Gamalt og gott 18. mars 2025

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í kringum árið 1980 tóku sjö bændur í Austur-Landeyjum sig saman um að rækta korn á alls ellefu hektara svæði. Var það Magnús Finnbogason, frá bænum Lágafelli, sem bar fram tillöguna á búnaðarfélagsfundi þá um veturinn og tóku þeir Ragnar Guðlaugsson á Guðnastöðum, Þorsteinn Þórðarson á Sléttubóli, Hlöðver Diðriksson í Litlu-Hildisey, Eiður Hilmisson á Búlandi, Guðlaugur Jónsson, Votmúlastöðum, og Guðmundur Pétursson, Stóru-Hildisey, vel undir.

Magnús hafði svo umsjón með að panta fræ og fá leigða þreskivél auk þess að semja við Jóhann Franksson de Fontenay, framkvæmdastjóra Stórólfsvallabúsins, um þurrkun og kögglun fóðursins, en korninu var blandað við grænfóður og ætlunin að fóðra helst mjólkurkýr með þessu kjarnmikla fæði. Í tímaritinu Frey, í ársbyrjun 1982, segir frá því að uppskera kornsins varð afar breytileg hjá þeim félögunum, eða frá þremur upp í 28,5 tunnur á hektara. Af sjö kornræktarmönnum voru fimm með yfir ellefu tunnur á hektara en meðaluppskeran var 13,5 tunnur á hektarann.

Myndin sýnir Jóhann við stýrið á Massey Fergusson þreskivél við kornskurðinn árið 1961, þeirrar einu sem til var á þeim tíma. Kemur fram í Þjóðviljanum sama ár að hann sé búfræðikandidat að mennt, sonur franska sendiherrans de Fontenay sem var mikill Íslandsvinur alla tíð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...