Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Massey Ferguson 5610 var vinsælasta nýja dráttarvélin meðal bænda á Íslandi árið 2014. Hér er sams konar vél komin alla leið á Suðurpólinn eftir að hafa fyrst farið í reynsluakstur á Vatnajökli.
Massey Ferguson 5610 var vinsælasta nýja dráttarvélin meðal bænda á Íslandi árið 2014. Hér er sams konar vél komin alla leið á Suðurpólinn eftir að hafa fyrst farið í reynsluakstur á Vatnajökli.
Fréttir 16. janúar 2015

Massey Ferguson er langvinsælasta dráttarvélin ár eftir ár

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt tölum Samgöngustofu voru seldar 105 nýjar hefðbundnar dráttarvélar á árinu 2014 sem er nærri um 1% samdráttur frá árinu 2013 þegar seldar voru 108 vélar.  Það ár hafði verið 6,5% samdráttur í heildina frá 2012 svo lítið virðist vera að glæðast í dráttarvélasölunni hér á landi miðað við stöðuna fyrir efnahagshrunið 2008.
 
Sala upp á 105 dráttarvélar er ekki sérlega mikið að mati þeirra sem þekkja vel til á markaðnum. Eðlileg endurnýjunarþörf er talin vera um 150 til 170 dráttarvélar á ári og nú hefur salan verið langt undir þeim tölum í fjölda ára. Meðalaldur dráttarvélaflota landsmanna hækkar því stöðugt. 
 
Massey Ferguson á toppnum
 
Söluhæsta nýja dráttarvélin á síðasta ári var hinn fornfrægi Massey Ferguson, sömu gerðar og fór á Suðurpólinn undir árslok 2014 (MF 5610) og var m.a. í reynsluakstri á vegum Artic Trucks á Vatnajökli á síðastliðnu hausti.
 
Á síðasta ári voru fluttar inn  30 nýjar Massey Ferguson vélar. Er hann greinilega langvinsælasta tegundin, með 28,6% hlutdeild af heildarsölu dráttarvéla hér á landi á síðasta ári. Á árinu 2013 voru seldar 28 Massey Ferguson vélar sem veltu þá úr sessi Valtra sem var söluhæst árið 2012 en er nú í öðru sæti eins og í fyrra. Í þriðja sæti er svo Claas sem kemst þar upp fyrir New Holland sem var í þriðja sætinu á síðasta ári. 
 
Jötunn Vélar með 51,4% markaðshlutdeild
 
Athygli vekur að Jötunn Vélar á Selfossi var með tvær söluhæstu dráttarvélarnar rétt eins og árið 2013 og bætir heldur við markaðshlutdeild sína. Er Jötunn Vélar nú með 51,4% markaðshlutdeild af sölu allra nýrra dráttarvéla á Íslandi en var með 46% hlutfall árið áður. 
 
Finnbogi Magnússon, fram­kvæmda­­stjóri Jötuns Véla, segir að þó þeim hafi gengið vel í sölunni á síðasta ári, þá sé sú staða ekkert sjálfgefin. 
 
Á síðasta ári var Massey Ferguson með 30 seldar vélar og Valtra með 24. Samanlagt þýðir þetta 51,4% markaðshlutdeild hjá umboðsaðilanum Jötni Vélum.
 
Vélfang er með Claas, Fendt og JCB. Seldi fyrirtækið 17 Claas vélar og 3 Fendt en JCB komst ekki á blað frekar en árið áður. Er fyrirtækið því með 19% markaðshlutdeild og er komið í annað sætið á markaðnum, en var með 11% hlutdeild árið 2013 samkvæmt fyrirliggjandi tölum.  
Kraftvélar í Kópavogi eru í þriðja sæti í samanlögðum tölum með New Holland og Case IH. Af þessum tegundum voru seldar 13 dráttarvélar, þ.e. 9 stykki af New Holland og 4 Case, sem gerir 12,4% markaðshlutdeild. Er það heldur lægri markaðshlutdeild en á árinu 2013 þegar fyrirtækið var með 17% hlutdeild á dráttarvélamarkaðnum og í öðru sæti. 
 
Þór er í fjórða sætinu og seldi 5 Kubota og 5 Deutz Fahr dráttarvélar. Var Þór því samanlagt með 9,5% hlutdeild á síðasta ári en var með 14% markaðshlutdeild árið 2013. 
 
VB Landbúnaður seldi 3 Zetor dráttarvélar en enga John Deere vél. Markaðshlutdeild fyrirtækisins er því 2,8% en var 12% hlutdeild árið 2013. Vegur hver einasta vél þungt í slíkum útreikningi og ekki þarf mikið til að breyta stöðunni á markaðnum.
 
Samkvæmt heimildum Bænda­blaðsins munu hafa verið seldar tvær kínverskar Dong Feng dráttarvélar á síðasta ári, ein Belarus frá Hvíta Rússlandi, ein kínversk Unique og ein Branson dráttarvél frá Suður-Kóreu. 
 
/Sjá tölur um notaðar vélar á bls. 4 í nýjasta tölublaði Bændablaðsins.

6 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...