Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Massey Ferguson á Suðurpólinn
Fréttir 2. janúar 2015

Massey Ferguson á Suðurpólinn

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Ferð Massey Ferguson á Suðurpólinn, sem fjallað var um í Bændablaðinu 6. nóvember, gekk vonum framar og eftirfarandi tilkynning frá hópnum barst hinn 9. desember:

„Klukkan er 2:30 að morgni 9. desember. Eftir 17 daga ferðalag og 2.500 kílómetra akstur erum við núna stödd við röndóttu súluna sem markar sjálfan Suðurpólinn. Það er ótrúlegt á að horfa, en á Suðurpólnum stendur núna rauð Massey Ferguson dráttarvél! Við erum í skýjunum yfir að hafa náð markmiði okkar og þakklát öllum þeim sem aðstoðuðu okkur við að ná hingað.“ 

Skiptust á að keyra í 23 tíma á sólarhring

Hugmyndina að ferðinni átti Manon Ossevoort sem ók vélinni. Hana hafði lengi dreymt um að aka á dráttarvél „á enda heimsins“. Þessi 38 ára leikkona hafði áður lagt að baki um 38 þúsund kílómetra á dráttarvél, frá heimili sínu í Hollandi þvert yfir Evrópu og Afríku. Með hjálp Massey Ferguson tókst henni nú að ljúka þessum lokalegg ferðarinnar.

Leiðin á Suðurpólinn var mjög erfið. Leiðangursmenn óku dráttarvélinni í 23 klukkustundir í senn og stoppuðu aðeins stutta stund til að sinna viðhaldi og skipta um ökumann áður en lagt var í hann aftur. Dráttarvélin og bílarnir sem henni fylgja hafa því í raun verið í gangi stanslaust frá því að leiðangurinn lagði af stað frá Novo á strönd Suðurskautslandsins þann 23. nóvember síðastliðinn. Á leiðinni á Suðurpólinn var ekið yfir svæði sem voru mjög erfið yfirferðar, til dæmi mikil sprungusvæði. Kuldinn fór mest í 56 stiga frost og á tímabili duttu öll fjarskipti út vegna sólstorms.

Arctic Trucks skipulagði ferðina á Suðurpólinn

Í símaviðtali við Guðmund Guðjónsson, verkefnisstjóra Suðurskautsverkefna hjá Arctic Trucks, sagði hann að ferðin hefði gengið nánast án bilana og óhappa, en í upphafi ferðarinnar þegar frostið var sem mest hrukku í sundur boltar í fjöðrunarbúnaðinum á húsinu í dráttarvélinni.

Stoppað var í sólarhring á Suðurpólnum þar til haldið var til baka sömu leið, og er gert ráð fyrir að enn fljótlegra verði að keyra til baka í hjólförunum eftir dráttarvélina og bílana.  Dráttarvélinni til halds og trausts eru tvær AT44 6X6 Arctic Trucks bifreiðar.

Skylt efni: Tæki

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f