Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Markmið LS að draga úr framleiðslu
Mynd / BBL
Fréttir 2. maí 2018

Markmið LS að draga úr framleiðslu

Höfundur: smh
Í 7. tölublaði Bændablaðsins var greint frá tillögu sem aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) samþykkti á dögunum, um breytingar á greiðslufyrirkomulagi frá gildandi samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar milli ríkis og sauðfjárbænda. Tvö meginmarkmið liggja að baki tillögunni; draga úr framleiðslu annars vegar og auðvelda sauðfjárbændum að hætta í greininni eða fækka fé hins vegar.
 
Tillagan gerir ráð fyrir frystingu á gæðastýringargreiðslum, býlisgreiðslum og gripagreiðslum í fjögur ár en á móti yrði bætt við beingreiðslum svo heildar stuðningsupphæðin yrði sú sama til ársins 2022.
 
Hvati fyrir þá sem vilja hætta eða fækka
 
„Meginmarkmið tillögunnar er að draga úr framleiðslu. Annars vegar með því að frysta gæðastýringargreiðslur, býlisgreiðslur og gripagreiðslur til 4 ára. Hins vegar með því að lækka ásetningshlutfall úr 0,7 í 0,5 samhliða því að greiðslumark verður áfram framseljanlegt,“ útskýrir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri LS. 
 
„Annað markmið tillögunnar er síðan að búa til hvata fyrir þá sem vilja hætta í greininni eða fækka.  Þannig virkar tillagan bæði á það að aðilar fái tækifæri til að fara út úr greininni og ekki síður að þeir sem eftir verða hafi ekki hvata til þess að framleiða meira.
 
Það eru skiptar skoðanir meðal sauðfjárbænda með þessa tillögu.  Við því mátti búast enda er mjög breytilegt hvernig stuðningsgreiðslur eru samsettar hjá hverjum og einum,“ segir Unnsteinn Snorri.
 
Hann segir að frá því að aðalfundi LS lauk hafi stjórn unnið að nánari útlistun á tillögunni. Einkum varðandi útfærslur á hvötum til þeirra sem vilja draga úr framleiðslu eða hætta alveg. Fram undan sé að kynna tillöguna eins og hún kom frá nefndinni fyrir endurskoðunarnefnd búvörusamninga. Hún skilar svo af sér tillögum til ráðherra undir lok árs.  Í framhaldi fer af stað samningsferli milli ríkis og bænda. 
 
 
Tillaga aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Miðað við sama verðlag og reiknað var með í gerð sauðfjársamnings, geta greiðslur til sauðfjárbænda litið út með þessum hætti til ársins 2023.
 
Greiðslur samkvæmt gildandi samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...