Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jón Örn Stefánsson, eigandi Kjötkompaní.
Jón Örn Stefánsson, eigandi Kjötkompaní.
Mynd / Beit ehf.
Fréttir 17. desember 2018

Markaður fyrir lambakjöt er alls ekki mettaður

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

„Markaðurinn er alls ekki mettaður“, segir Jón Örn Stefánsson eigandi Kjötkompaní sem telur fullt pláss í viðbót fyrir aukna sölu á lambakjöti á íslenskum markaði. Þetta kemur fram í fjórða þætti „Lambs og þjóðar“ sem er kominn á vefinn. Í þættinum er fjallað um markaðsmál lambakjöts og rætt við aðila sem selja og framreiða lambakjötið, m.a. í sérvöruverslunum og á veitingastöðum.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumaður gerir út á sérstöðu kjötsins. Hún vill að framleiðendur og matreiðslufólk spyrji sig hvernig þeir eru að nýta vöruna sem þeir eru með í höndunum. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, vill gera vöruna aðgengilegri og þróa af meiri krafti. Hann segir frá því þegar IKEA hóf að selja skanka fyrir nokkrum árum síðan en þeir hafi verið talin „vandræðavara“ sem illa hefði gengið að selja. Nú sé hins vegar eftirspurnin mikil og í dag sé slegist um þessa bita á markaðnum. Þórinn myndi vilja sjá meiri sérhæfingu hjá sláturhúsunum og tekur sem dæmi um það hvernig lítil brugghús hafi slegið í gegn um allt land. Hann fullyrðir að sömu leið sé hægt að fara með markaðssetningu á lambakjöti.

Ólafur Helgi Kristjánsson, matreiðslumeistari á Hótel Sögu, segir mikilvægt að geta sagt söguna á bakvið vöruna, og það getum við svo sannarlega. Það kunni ferðamenn vel að meta. Rita Didriksen, eigandi Lamb Street Food, segir að lambakjötið sé vara á uppleið og þakkar það meðal annars áherslum í markaðsstarfi síðustu ára.

3. þáttur

2. þáttur

1. þáttur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...