Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Einar E. Einars­son,
Einar E. Einars­son,
Mynd / HKr
Fréttir 18. mars 2022

Markaðsmálin efst á baugi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Deild loðdýrabænda hélt búgreina­þing 26. febrúar á Hótel Selfossi. Að sögn Einars E. Einars­sonar, bónda að Syðra-Skörðugili og formanns Sambands íslenskra loðdýrabænda, fór þingið vel fram og ýmis hagsmunamál loðdýrabænda rædd.

Stjórn félagsins var endurkjörin þannig að Einar er enn formaður, Björn Harðarson, Holti, er ritari og Þorbjörn Sigurðsson, Ásgerði, meðstjórnandi. Einar verður fulltrúi loðdýrabænda á Búnaðarþingi sem haldið verður 31. mars og 1. apríl næstkomandi.

Markaðsmálin efst á baugi

„Meðlimir Sambands íslenskra loðdýrabænda eru fáir og yfirleitt samstíga þegar kemur að málefnum greinarinnar. Menn hafa miklar áhyggjur af markaðsmálum grein­arinnar og ræddu það sín á milli.

Það hóst skinnauppboð í Kaupmannahöfn í síðustu viku, sama dag og sama morgun og Rússar gerðu innrás í Úkraínu. Samstundis fraus því markaðurinn, enda Rússar næststærstu skinnakaupendur í heimi. Markaðurinn hafði verið á hægri uppleið eftir nokkur erfið ár. Skinnin sem voru í boði í Kaupmannahöfn núna eru frá 2020 og gamlar birgðir. Verðið á því sem selt var hélt frá síðasta ári en þegar upp var staðið seldust ekki nema 13% þeirra skinna sem voru í boði og því ekki að furða þótt menn hafi áhyggjur af markaðinum.“

Áskorun vegna lánamála

Einar segir að önnur mál sem rædd hafi verið á þinginu hafi verið umhverfis- og fóðurmál.

„Við samþykktum að leggja fram eitt mál á komandi Búnaðarþingi og það er áskorun á stjórnvöld um að beita Byggðastofnun í að fjármagna með betri hætti lántökur bænda. Hvort sem það er til jarðakaupa, bygginga og annars sem snýr að framleiðslu á landbúnaðarvörum.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...