Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Elísabet Gunnarsdóttir, Maríus Snær Halldórsson og Krzysztof Krawczyk.
Elísabet Gunnarsdóttir, Maríus Snær Halldórsson og Krzysztof Krawczyk.
Mynd / Smalahundafélag Íslands
Fréttir 11. september 2023

Maríus Snær sigursæll í báðum keppnisflokkunum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Maríus Snær Halldórsson sigraði í A-flokki í Landskeppni Smalahundafélags Íslands með hundinn Rosa frá Ketilsstöðum. Elísabet Gunnarsdóttir varð önnur með hundinn Ripley frá Írlandi.

Svo skemmtilega vill til að þau Rosi og Ripley eru mæðgin.

Í þriðja sæti í A­flokknum urðu Krzysztof Krawczyk og hundurinn Oreó frá Hallgilsstöðum.

Keppnin var haldin í Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi helgina 19.–20. ágúst.

Að sögn Hrafnhildar Tíbrár Halldórsdóttur, ritara Smala­hundafélagsins, lék veðrið við keppendur og gesti á mótinu á laugardeginum. „Lognið flýtti sér helst til mikið seinni daginn og var ákveðið að snúa brautinni til hagræðingar fyrir keppendur og áhorfendur,“ segir hún.

Samstarf smalahundadeilda

Mótið var haldið í samstarfi við Smalahundadeild Snæfellsness og Hnappadals og var keppt í tveimur flokkum, A­flokki og Unghundaflokki. Alls voru 14 hundar skráðir til leiks, flestir keppendur í A­flokki.

Hrafnhildur segir að í A­flokki séu hundar sem komnir eru með talsverða reynslu og þurfa hundarnir að leysa verkefni í krefjandi aðstæðum með fyrirmælum frá þjálfara sínum. „Þjálfarinn verður að standa á sínum upphafsstað frá því hann sendir hund af stað og þar til hundurinn hefur klárað að sækja kindurnar í um 400 metra fjarlægð, reka kindurnar í gegnum þrjú hlið. En þá kemur hann með hópinn í svokallaðan skiptihring þar sem hundur og þjálfari hjálpast að við að skilja tvær kindur frá hópnum áður en hann er rekinn í litla rétt. Rúsínan í pylsuendanum er síðan ef hundinum tekst að taka eina merkta kind úr hópnum í skiptihringnum.“

Frábærir taktar

Að sögn Hrafnhildar sýndu þau Maríus Snær og Elísabet frábæra takta báða dagana með hunda sína Rosa og Ripley. Maríus vann Unghundaflokkinn, auk A­flokks. „Þessi pör höfðu þegar unnið sér inn rétt til að fara út á Heimsmeistaramót International Sheepdog Society fyrir hönd Smalahundafélagsins en það verður haldið dagana 13.–16. september næstkomandi og við óskum þeim velfarnaðar á því móti.

Við fengum skoskan dómara, Ian Brownlie, til að dæma í keppninni. Með honum í för var eiginkona hans, Jennifer Murtagh, sem ritari og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina.

Við þökkum Líflandi líka kærlega, sem styrkti mótshaldið með veglegum vinningum,“ segir Hrafnhildur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f