Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Aðalsteinn Aðalsteinsson og Biff frá Englandi 3. sæti (til vinstri), Maríus Snær Halldórsson og Rosi frá Ketilsstöðum 1. sæti (til hægri) og Steindóra, dóttir Maríusar, eigandi Mílu frá Hallgilsstöðum, sem varð í 2. sæti.
Aðalsteinn Aðalsteinsson og Biff frá Englandi 3. sæti (til vinstri), Maríus Snær Halldórsson og Rosi frá Ketilsstöðum 1. sæti (til hægri) og Steindóra, dóttir Maríusar, eigandi Mílu frá Hallgilsstöðum, sem varð í 2. sæti.
Fréttir 19. september 2025

Maríus Presthólabóndi og Rosi frá Ketilsstöðum ótvíræðir sigurvegarar

Höfundur: Þröstur Helgason

Landsmót Smalahundafélags Íslands (SFÍ) var haldið á Presthólum í dandala blíðu 23. til 24. ágúst síðastliðinn. Keppnin var spennandi og jöfn en ótvíræðir sigurvegarar voru Maríus Presthólabóndi og Rosi frá Ketilsstöðum.

Það kom í hlut Austurlandsdeildar SFÍ að hafa umsjón með mótinu í ár. Þetta var í 30. skipti sem Landsmót SFÍ er haldið, en það hefur verið haldið á hverju ári frá 1994 fyrir utan eitt Covid-ár, segir í fréttatilkynningu.

Aðstaðan á Presthólum var til fyrirmyndar og keppendur og velunnarar hjálpuðust að við að láta allt ganga upp í skipulagningu og framkvæmd mótsins.

Brautirnar reyndu þó nokkuð á hundana, sérstaklega í úthlaupinu í A-flokki fyrri daginn, en það var vítt til veggja og blint á köflum. Kindurnar voru verulega góðar og jafnar milli keppenda sem er afar mikilvægt í svona keppni.

Allir hundarnir fengu tvö rennsli, eitt hvorn dag, og giltu samanlögð stig til úrslita. Í ár var sú nýbreytni að brautirnar voru færðar til milli daga þannig að hundarnir fóru í alveg nýja braut á degi tvö.

Dómari var Tim Thewissen frá Wales og í kjölfarið á keppninni kenndi hann á vel sóttu námskeiði í þjálfun Border Collie-fjárhunda.

Úrslit í A-flokki

Maríus Snær Halldórsson og Rosi frá Ketilsstöðum -160 stig (74+86)

Maríus Snær Halldórsson og Míla frá Hallgilsstöðum - 143 stig (58+85)

Aðalsteinn Aðalsteinsson og Biff frá Englandi - 138 stig (72+66)

Elísabet Gunnarsdóttir og Ása frá Ketilsstöðum - 134 stig (65+69)

Aðalsteinn Aðalsteinsson og Gló frá Húsatóftum – 116 stig (46+70)

Elísabet Gunnarsdóttir og Ripely frá Írlandi – 115 stig (45+70)

Sverrrir Möller og Grímur frá Ketilsstöðum – 86 stig (43+43)

Edze Jan De Haan og Seimur frá Dalatanga – 64 stig (18+46)

Marzibil Erlendsdóttir og Snúður frá Hjartarstöðum – 13 stig (13+ógilt)

Unghundaflokkur:

Sverrir Möller og Ás frá Hóli – 132 stig (60+72)

B-flokkur:

Björgvin Sigurbergsson og Fenrir frá Presthólum – 109 stig (42+67)

Edze Jan De Haan og Pollý frá Miðfjarðarnesi – 52 stig (Hætti+52)

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f