Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Margt leynist í kryddbaukunum
Mynd / Tamanna Rumee
Fréttir 19. september 2025

Margt leynist í kryddbaukunum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í nýlegri grein franska dagblaðsins Le Canard enchaîné, Allt frá kryddi til hárs, er spurt hversu mörg rottuhár gætu leynst í einni dollu af kanil. Þetta sé þörf spurning.

Segir frá því að franska neytendatímaritið 60 milljónir neytenda (f. 60 Millions de Consommateurs) hafi fyrr á árinu kannað innihald 40 tegunda af kryddum og jurtakryddblöndum. Meðal þess ókræsilegra sem fannst við þá skoðun voru hár af nagdýrum.

Af tíu tegundum kanils sem skoðaðar voru innihéldu tvær þeirra á milli 40 og 70 agnir af dýrahúð í hverjum 50 grömmum. Voru það ýmist litlir bútar af loðnum feldi eða fjaðrastykki, en oftast þó smástykki af skordýrum, allt upp í 570 agnir í hverjum 50 grömmum.

Aðeins þrjú vörumerki reyndust vera laus við dýraleifar. Í átta af þessum tíu tegundum fundust einnig leifar af plasti eða málmi og í þremur prósentum sýnanna reyndist vera mygla.

Hið jákvæða var að kanillinn sem athugaður var innihélt ekkert skordýraeitur.

Sömu sögu var ekki að segja um karrí og pipar sem skoðuð voru, þar sem tveir þriðju hlutar sýna reyndust innihalda leifar eins til fimm varnarefna. Tvö efnanna sem fundust eru á varúðarlista Evrópusambandsins og verða að líkindum brátt bönnuð.

Brellur eru líka iðkaðar í kryddiðnaðinum. Algengast er að bæta fylliefni saman við kryddin, t.d. ávaxtadufti eða kartöflusterkju, sem er mun ódýrara en kryddin sjálf. Í rannsókn tímaritsins kom þannig í ljós að sjö af hverjum tíu karrítegundum voru drýgðar með slíkum efnum.

Í síðustu yfirlitsskýrslu Fraud Repression (CCF) um svindl í jurtatengdri kryddframleiðslu mátti sjá að helmingur þeirra 179 sýna sem tekin höfðu verið uppfylltu ekki kröfur.

Í Frakklandi eru um 500 tonn notuð árlega af Herbes de Provence en rannsókn á jurtablöndunni (oft majoram, rósmarín, timian, oreganó o.fl.) gerði rannsakendur orðlausa. Þeir fundu skordýr eða rottuhár í níu af hverjum tíu krukkum. Helmingur þeirra var auk þess hlaðinn varnarefnaleifum og fundust allt að sjö slík í hverri krukku.

Frakkar hrukku í kút yfir þessum fregnum enda eru þeir þriðju mestu kryddneytendur Evrópu. Þeir nota yfir 2.000 tonn krydds árlega og hefur notkunin aukist um 30% á áratug.

Skylt efni: krydd

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...