Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Karlsstaðir Berufirði.
Karlsstaðir Berufirði.
Mynd / HKr.
Skoðun 10. febrúar 2022

Margt hefur áunnist

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is

Á nýju starfsári verður áfram unnið að eflingu í starfi Bændasamtakanna. Margt hefur áunnist á síðustu mánuðum og önnur og veigamikil verkefni eru fram undan. En að sameina svo stór og samfélagslega mikilvæg samtök gerist ekki á einum eftirmiðdegi.

Einn starfsmaður samtakanna orðaði þetta svo vel þegar hann lýsti því að þetta væri eins og að ganga í sambúð þar sem báðir aðilar væru börn á framfæri. Allt væri gert til þess að ná einingu innan fjölskyldunnar. Því fylgdu hins vegar vaxtarverkir; fyrrverandi makar og tengdaforeldrar sem hefðu sitthvað að segja um það hvernig nýja sameinaða fjölskyldueiningin skyldi eyða sumarfríi, jólum og áramótum. En í slíku umbreytingarferli skiptir líka máli stuðningur vina og ættingja.

Formenn búgreinadeilda hafa öll sem eitt unnið af heilindum við að tryggja farsæla sameiningu samtakanna. Starfað er í tíu búgreinadeildum og funda formenn, starfsmenn og stjórn í hverri viku og hafa gert um alllanga hríð. Vil ég nota tækifærið og þakka þeim fyrir ötullegt starf síðustu mánuði.

Hækkanir á aðföngum

Undanfarna mánuði hefur landbúnaður ekki farið varhluta af hækkandi aðfangaverði til rekstrar í íslenskum landbúnaði. Bændur hafa hagrætt í rekstri undanfarin ár þar sem afurðaverð hefur ekki fylgt þróun hækkana á þeim aðföngum í greininni, má þar nefna að hækkun á fóðurbæti og korni hafa verið umtalsverðar og ekki séð fyrir endann á þeirri þróun.

Eins og fram hefur komið áður, þá hefur áburðarverð hækkað langt umfram venjulega þróun verðlags þar sem orkuskortur í Evrópu hefur leitt af sér að framleiðslufyrirtæki hafa hækkað verð sem nemur u.þ.b. 85% hækkunar að meðaltali á sínar vörur. Framlag ríkisins til áburðarkaupa framleiðenda upp á 700 milljónir króna kemur neytendum til góða þar sem hækkanir afurða verða ekki eins brattar sem því nemur. En fleira þarf til þar sem öll önnur aðföng bænda hafa hækkað gríðarlega.

Hvað er þá til ráða? Það er mikilvægt að ríkisvaldið haldi vel utan um tollverndina sem íslensk framleiðsla nýtur en eins og margoft hefur komið fram þá er tollvernd á innfluttum afurðum gagnvart innlendri framleiðslu ein stoð framleiðslu afurða á Íslandi. Einnig er mikilvægt að horfa til þess hreinleika sem okkar afurðir hafa fram yfir innfluttar afurðir og þar er hverfandi lyfjanotkun í framleiðslu afurða hér innanlands áhrifaþáttur.

Mikilvægt er að afurðastöðvar í land­búnaði gefi út sem fyrst hvert afurðaverð í kjötgeiranum verði á komandi mánuðum, þar sem rekstur er háður innkomu bænda, svo rekstur geti endurspeglað þann kostnað sem er að raungerast.

Í þessum töluðu orðum er verið að hækka stýrivexti um 75 punkta sem mun hafa áhrif á framleiðslukostnað afurða bænda. Mikilvægt er að fylgjast vel með þróun kornverðs á heimsmarkaði þar sem fóðurkostnaður í rekstri alifugla, eggja og svína er um og yfir 30% af framleiðslukostnaði viðkomandi afurða. Á Ameríkumarkaði er staðan þannig að hluti kornafurða er farið að nýta til etanól-framleiðslu vegna gríðarlegra hækkana orkuverðs. Það er því margt í okkar ytra umhverfi sem mun leiða til mikilla hækkana aðfanga og við því þarf að bregðast svo bændur þessa lands geti staðið undir væntingum neytenda um tryggt aðgengi að hollum og góðum matvælum.

Skylt efni: tollvernd | aðfangaverð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...