Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Margir telja að erlendir ferðamenn auki áhuga landans á íslenskri náttúru
Fréttir 16. apríl 2014

Margir telja að erlendir ferðamenn auki áhuga landans á íslenskri náttúru

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Niðurstöður liggja nú fyrir úr könnun um ferðalög Íslendinga á árinu 2013 og ferðaáform þeirra á árinu 2014, sem Ferðamálastofa fékk MMR til að gera í janúar síðastliðnum. Er þetta fimmta árið í röð sem könnun Ferðamálastofu um ferðahegðun landsmanna er gerð með sambærilegum hætti. Greint er frá niðurstöðum könnunarinnar á vefsíðu Ferðamálastofu.
 
Spurningalistinn er að mestu leyti sá sami og í fyrra en að þessu sinni voru svarendur í fyrsta sinn beðnir um að taka afstöðu til fimm fullyrðinga um áhrif ferðaþjónustu og erlendra ferðamanna á náttúru og samfélag. Flestir (65%) eru á því að erlendir ferðamenn hafi aukið áhuga Íslendinga á íslenskri náttúru en eru jafnframt á því (63%) að álag ferðamanna á íslenska náttúru sé of mikið. Að mati 59% svarenda hefur ferðaþjónusta skapað eftirsóknarverð störf í þeirra heimabyggð og 58% eru á því að ferðamenn hafi aukið áhuga Íslendinga á eigin menningu. 42% töldu hins vegar að ferðaþjónusta hefði leitt til fjölbreyttari þjónustu sem þeir hefðu nýtt sér.
 
Íslendingar ferðaglaðir sem fyrr
 
Af fjölmörgum áhugaverðum niðurstöðum könnunar Ferðamálastofu má nefna að þó svo álíka margir hafi verið á faraldsfæti innanlands árið 2013 og 2012, eða níu af hverju tíu svarendum, fóru þeir færri ferðir eða um 5,7 talsins árið 2013 í samanburði við 6,8 ferðir árið 2012. Þetta hefur þó ekki haft áhrif á meðaldvalarlengd á ferðalögum sem er svipuð milli ára eða um 15 nætur.
 
Sjá nánar í blaðinu á blaðsíðu 26.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...