Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Margir kallaðir en fáir útvaldir
Á faglegum nótum 18. júní 2015

Margir kallaðir en fáir útvaldir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Allt frá því að framleiðsla á dráttarvélum hófst hafa komið á markað tugir tegunda sem hafa lofað góðu en orðið undir í samkeppninni. Framleiðendur vélanna hafa annaðhvort farið á hliðina, sameinast öðrum fyrirtækjum eða verið yfirteknir.

Dráttarvélaframleiðandinn sem fjallað er um að þessu sinni er dæmi um fyrirtæki sem framleiddi vandaða traktora en varð undir í samkeppninni.
Cockshutt

Árið 1877 stofnaði Kanada­maðurinn J.G. Cockshutt fyrirtæki sem framleiddi plóga og nefndi það í höfuðið á sjálfum sér, Cockshutt Plow Company. Fyrstu árin sérhæfði fyrirtækið sig í að framleiða fylgihluti fyrir dráttarvélar og ætlaðir voru til jarðvinnslu. Árið 1920 hóf fyrirtækið að selja dráttarvélar samhliða jarðvinnslutækjum. Í fyrstu traktor sem hét Hart-Parrs en árið 1929 dráttarvélar frá Allis-Chalmers. Samstarfið við Allis-Chalmers var stirt og fljótlega hóf fyrirtækið að selja traktora frá Hart-Parrs undir heitinu Cockshutt. Fyrstu árin voru Cockshutt alfarið framleiddar af Hart-Parrs og eini munurinn á vélunum sá að liturinn og nafnið var annað.

Þar sem Kanada er hluti af breska samveldinu tók Cockshutt þátt í framleiðslu stríðstóla og smíðaði neðri hlutann á breskum sprengjuflugvélum í seinni heimsstyrjöldinni. Auk þess sem fyrirtækið framleiddi ýmsar gerðir af sprengjum sem varpað var úr flugvélum á óvinalandsvæði.

Hugmyndir höfðu verið uppi hjá fyrirtækinu um að hefja framleiðslu á dráttarvélum skömmu áður en stríðið braust út en vegna skorts á hráefni var framleiðslunni frestað þar til styrjöldinni var lokið.

Eftir að stríðinu lauk hóf Cockshutt framleiðslu á eigin dráttarvélum. Fyrsta týpan fékk heitið 30 enda þrjátíu hestöfl en fjörutíu hestafla Delux 40 fylgdi í kjölfarið. Lítill straumlínulaga traktor í rauðum og kremhvítum lit. Delux 40 var sex stokka og sex gíra og þótti afburðagóð dráttarvél.

Árið 1952 setti fyrirtækið á markað tvær nýjar týpur, 20 og 50, tuttugu og fimmtíu hestafla dráttarvélar. White dráttarvélaframleiðandinn yfirtók Cockshutt árið 1962 og um tíma voru traktorarnir seldir undir heitinu Oliver en framleiðslu þeirra endanlega hætt snemma á áttunda ártugnum.

CO-OP

Samtök bænda í Norður-Ameríku hafa nokkrum sinnum gert tilraun til að láta framleiða dráttarvélar á góðu verði fyrir félagsmenn sína. Dæmi um slíkt er U týpa Allis-Chalmers sem var sérsmíðaður að ósk bændasamtaka í Illinois-ríki. Co-Operative Manufacturing Company var eitt þeirra fyrirtækja sem framleiddi dráttarvél undir heitinu Waukesha fyrir bændasamtök.

Cockshutt framleiddi einnig vélar fyrir ýmis bændasamtök í Norður-Ameríku sem gengu undir mörgum nöfnum, til dæmis CCIL og E3 en voru í raun 30 týpan undir öðru nöfnum og appelsínugul að lit. CO-OP E4 var lítillega breytt útfærsla á Cockshutt delux 40. CO-OP E3 var 20 týpa Cockshutt í dulargervi. 

Skylt efni: Gamli traktorinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...