Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Meðalveiði af rjúpu í ár er ellefu fuglar á veiðimann, skv. könnun SKOTÍS.
Meðalveiði af rjúpu í ár er ellefu fuglar á veiðimann, skv. könnun SKOTÍS.
Mynd / Aðsend
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meðalveiði á veiðimann var um 11 fuglar í ár en 9 í fyrra.

Miðað við niðurstöður í könnun sem Skotveiðifélag Íslands (SKOTVÍS) stóð fyrir meðal veiðimanna er útlit fyrir að veiði á rjúpu í ár hafi verið fimmtán til tuttugu prósent meiri en í fyrra, að sögn Áka Ármanns Jónssonar, formanns félagsins. Það sé í fullu samræmi við aukna stærð veiðistofnsins árið áður. „Meðalveiðin á veiðimann var um 11 fuglar en um 9 fuglar í fyrra. Áhugavert er að þetta er einmitt sá fjöldi sem veiðimenn segjast þurfa í jólamatinn að meðaltali eða 9–10 fuglar. Hefur sú tala verið nokkuð stöðug í könnuninni í fjögur ár þótt meðalveiðin hafi lægst farið í 7 fugla,“ segir Áki.

Veiðin svipuð í landshlutunum

„Við höfum staðið fyrir þessari könnun sl. 4 ár og alltaf í lok veiði- tíma,“ heldur Áki áfram. „Okkur fannst ómögulegt að vera að bíða fram í apríl eftir opinberum veiðitölum Umhverfisstofnunar, enda erum við alltaf spurðir hvernig veiðin hafi gengið um leið og veiðitíma lýkur. Þá er betra að hafa eitthvað konkret í höndunum frekar en einhverja tilfinningu.“

Veiðin 2023 virðist, að sögn Áka, vera svipuð eftir landshlutum og í fyrra en kannski ívið meiri hlutfallslega á milli ára á NV-landi og ívið minni á Vesturlandi. „Sóknardagar eru um fjórir á veiðimann sem hefur verið raunin frá árinu 2005, þegar sölubann á rjúpu tók gildi. Fjöldi leyfilegra veiðidaga hefur hvorki aukið né dregið úr sókn, þrátt fyrir margvíslegar útgáfur af veiðitíma. Fjöldi leyfilegra veiðidaga eykur því ekki heildarafla veiðimanna nema sem litlu nemur. Það er stærð veiðistofnsins sem ákvarðar heildarveiðina.“

Hundamenn fara oftar

Áki segir einnig vekja athygli að þeir sem noti hunda við veiðar fari að meðaltali einum degi oftar til veiða en veiði mjög svipað og aðrir.

„Rjúpnaveiðitímabilið í ár var 25 dagar og hófst 20. október og síðasti veiðidagur var 21. nóvember.

Vel viðraði stærstan hluta veiðitímans en það breytir ekki þeirri staðreynd að meðalveiðimaðurinn gengur til rjúpna fjóra daga á veiðitímabilinu. Veiðimenn voru líka fljótir að ná þeim fjölda fugla sem þeir þurfa í jóla- matinn,“ segir Áki að lokum.

Skylt efni: rjúpnaveiðar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f