Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Á árinu hafa selst hátt í tuttugu kerfi sem ýmist eru kölluð niðurlagningarbúnaður eða slöngudreifingarkerfi. Til ársins í ár hefur salan á kerfum sem þessum verið óveruleg.
Á árinu hafa selst hátt í tuttugu kerfi sem ýmist eru kölluð niðurlagningarbúnaður eða slöngudreifingarkerfi. Til ársins í ár hefur salan á kerfum sem þessum verið óveruleg.
Mynd / Ingvi Þór Bessason
Fréttir 29. ágúst 2022

Margföld sala á niðurlagningarbúnaði

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Það sem af er ári hefur slöngudreifingar- eða niðurlagningarbúnaður fyrir haugsugur selst í tugatali.

Fram til ársins í ár var þessi búnaður nær óþekktur á Íslandi. Þessi aukni áhugi skýrist af hækkuðu verði á tilbúnum áburði og vilja bænda til þess að ná fram betri nýtingu á þeim áburðarefnum sem eru heima á bæ.
ársins í ár hefur salan á kerfum sem þessum verið óveruleg.

Algengasta aðferðin við dreifingu á mykju er svokölluð breiðdreifing, þar sem mykjan frussast aftur úr haugsugunni. Þessi aðferð er í eðli sínu ónákvæm og mikill hluti af köfnunarefninu gufar upp við svona mikla loftun. Veður hefur mikil áhrif á nákvæmni og gæði breiðdreifingar; en það getur verið mikill munur á vinnslubreidd eftir vindstyrk og loftrakinn hefur áhrif á það hversu vel köfnunarefnið nýtist.

Með slöngudreifingu eru flest þessi vandamál úr sögunni. Aftan á haugsuguna er festur búnaður með 20-40 slöngum þar sem endinn er ýmist dreginn eftir yfirborðinu eða hangir í lítilli hæð. Mykjan er því lögð mjúklega á völlinn og uppgufunin á köfnunarefninu verður mjög lítil í samanburði við hefðbundna breiðdreifingu. Þar með helst lyktmengun í lágmarki, dreifingin er jöfn í öllum slöngunum og vinnslubreiddin er alltaf sú sama. Mismunandi veðurfar veldur litlum breytileika í gæðum dreifingarinnar, nema helst ef bændur lenda í langri þurrkatíð eftir áburðargjöfina.

Vélasalar segja sprengingu í sölu

Finnbogi Magnússon, fram- kvæmdastjóri Vinnuvéla og Ásafls ehf., hefur selt landbúnaðartæki um áratugaskeið. Hann giskar á að heildarmagn slöngudreifara sem voru í notkun í landinu til ársins í ár hafi verið á bilinu fimm til átta.

Á undanförnum mánuðum hafa Vinnuvélar og Ásafl ehf. hins vegar selt tvö svona kerfi og fyrirspurnir bænda eru fjölmargar.

Ingvi Þór Bessason, sölumaður hjá Þór ehf., segir að þessi kerfi hafi varla selst á fyrri árum. Í ár hafi hins vegar orðið sprenging í áhuga og sölu. Það sem af er ári hefur Þór ehf. selt 7 niðurlagningarbúnaði og segir Ingvi líklegt að enn bætist í fram að áramótum.

Jóhannes Kjartansson, sölumaður hjá Lely Center, segir að þar á bæ hafi verið seld tæplega tíu stykki það sem af er ári og hann á von á að það seljist annað eins fram að áramótum. „Við höfum boðið upp á þennan búnað áður, en það hefur ekki verið áhugi á þessu fyrr en núna. Þetta útheimtir mjög lítið afl og það er hægt að nota þetta með öllum dráttarvélum sem ráða á annað borð við haugtank,“ segir Jóhannes.

Skylt efni: landbúnaðartæki

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...