Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hecknaut
Hecknaut
Fréttir 7. janúar 2015

Mannýgt nautgripakyn kennt við nasista

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir nokkrum árum flutti bóndi í Devon á Bretlandseyjum inn nokkra gripi af evrópsku kúakyni sem kallast Heck. Gripirnir þykja einstaklega mannýgir og hefur bóndinn neyðst til að fækka í stofninum.

Kynið er skylt uxum sem gengu villtir í Evrópu fyrir nokkrum öldum. Nafnið Heck er dregið af nafni þýsku Heck bræðranna, dýrafræðinga, sem þróuðu kynið með kynbótum í upphafi 20 aldar. Hugmyndin mun hafa verið sú að gripirnir líktust nautgripum goð- og þjóðsagna. Sagan segir að í Þýskalandi nasismans hafi verið hugmyndir um að sleppa gripunum lausum í Evrópu og leyfa veiðar á þeim.

Gripirnir sem eru stórhyrndir fremur úfnir á að líta hafa löngum verið kenndir við nasisma vegna uppruna síns og geðslags.

Ræktum gripanna gekk vel en að sögn eiganda þeirra réðust þeir á fólk um leið og tækifæri gafst og margir áttu, að hans sögn, fótum sínum líf að launa ef þeir hættu sér út á akur þar sem gripirnir voru á beit. Starfsfólk búsins var einnig í stöðugri lífshættu þegar það var að sinna gripunum og því ekki um annað að ræða en að slátra þeim allar mannýgustu.

Til að koma sláturgripunum inn í flutningabílinn var fengin spretthraður ungur maður til að fara inn á akur þar sem gripirnir voru á beit. Þeir eltu hann síðan í geðvonsku sinni og  tók maðurinn stefnuna upp á rampi og þaðan inn í flutningabílinn með nautin á eftir sér.

Skylt efni: Nautgripir | England | búfjárkyn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...