Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá Tungnaréttum, þar sem réttað var laugardaginn 14. september.
Frá Tungnaréttum, þar sem réttað var laugardaginn 14. september.
Mynd / Gabríel Gunnarsson
Fréttir 30. september 2024

Mannmergð truflar réttarstörf

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Talsverð umræða hefur verið á Facebook-síðunni Sauðfjárbændur um óreiðukennt ástand sem skapist í réttum, inni í almenningi, vegna mannmergðar sem trufli réttarstörfin.

Ferðafólki er aðallega kennt um þetta ástand og slælegri réttarstjórn. Á það er bent að talsvert sé um skipulagðar hópferðir í réttir og fólk gjarnan þar á ferðinni sem hafi takmarkaðan skilning á hvernig réttarstörf gangi fyrir sig eða hvernig umgangast eigi skepnur. Ekki fari vel um féð þegar svo háttar til.

Hætta á að fé troðist undir

„Það er mjög víða farið að gera út á það í ferðamennsku að fara í réttir á þessum árstíma. Þá kemur auðvitað fólk sem áttar sig ekki á hlutunum. Ég sé það bara í mínum réttum hvernig fólk hagar sér, það hreinlega áttar sig ekki á því að það er fyrir og hindrar eðlileg réttarstörf,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, sem býr í Ásgarði í Dölunum og rekur sitt fé í Skerðingsstaðarétt.

„Það er mikilvægt að ferðaþjónustuaðilar skipuleggi sínar ferðir í réttir með þeim hætti að tala áður við réttarstjóra til að fá upplýsingar um hvernig rétt er að haga sér þar. Hættan er alltaf – og ég hef séð það hjá mér – að fólk dreifi sér ekki nóg þannig að féð þjappast saman bara á einn stað í réttinni sem eykur svo líkurnar á því að féð geti troðist undir.

Ég finn fyrir aukningu á gestakomum til okkar og þó erum við langt frá stórum þéttbýlisstöðum.“

Ekki má rífa hvar sem er í ullina

Eyjólfur segir að þetta sé hátíð fyrir sauðfjárbændur og allir gestir þurfi að hafa það í huga og sýna þeim tillitssemi og nálgast aðstæður út frá sjónarmiðum þeirra – það séu ákveðnar leikreglur sem verða að gilda í réttum. „Þetta er mikilvægur liður í að tengja landbúnaðinn og sauðfjárræktina við almenning, en það er ekki sama hvernig fólk ber sig að í umgengni við skepnurnar og því þarf að leiðbeina fólki sem ekki kann það. Þá má til dæmis ekki grípa í hornin á lömbunum, þau geta hreinlega brotnað. Ekki má heldur rífa í ullina hvar sem er.

Réttarstjórar þurfa líka að taka í stjórnartaumana þegar þörf er á og margt fólk er – og það getur verið vandasamt verkefni.“

Skylt efni: réttir | fjárréttir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f