Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mannekla og launatap
Fréttir 10. nóvember 2016

Mannekla og launatap

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á hverju ári hefur fjöldi farandverkamanna frá Austur-Evrópu flykkst til Evrópu til að vinna tímabundið við landbúnaðarstörf. Meðal þessara starfa er að tína epli og safna humal á sunnanverðum Bretlandseyjum.

Í framhaldi af úrsögn Breta úr Evrópusambandinu óttast bændur að skortur verði á vinnuafli um hábjargræðistímann og farandverkafólkið að það missi af tekjum sem það hefur talið vísar undanfarin ár og jafnvel áratugi. 

Breskur eplabóndi í Kent sagði í samtali við The Guardian að erfitt væri að manna eplatínsluna með bresku vinnuafli vegna þess að um árstíðabundna vinnu væri að ræða og að margir Bretar teldu það fyrir neðan virðingu sína að tína epli og safna humal.

Samkvæmt opinberum tölum eru að meðaltali um 70.000 farandverkamenn að störfum í Bretlandi á hverju ári og þar af 12.000 sem koma til að tína epli og safna humal. Stærstur hluti þessa fólks kemur til Bretlandseyja frá Austur-Evrópu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...