Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mannakjöt fyrir jólin
Menning 19. desember 2023

Mannakjöt fyrir jólin

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið gaf Magnús Jochum Pálsson, meistaranemi í ritlist, út sína fyrstu ljóðabók sem hlaut nafnið Mannakjöt.

Magnús Jochum Pálsson.

Hrífur bókin lesandann með sér á ferð um þær dökku hliðar mannkyns sem við öll könnumst við að einhverju leyti.

Segir höfundur kveikjuna að bókinni kjötframleiðslu og slátrunaraðferðir, en frekari hugmyndavinna leiddi hann svo að tengslum mannslíkamans sem kjöts og þeirri neikvæðu firringu og neyslu sem frá okkur kemur. Tengir eitt ljóðanna við lensku nútímans sem felur í sér að segja frá alls konar áföllum og af breyskri hegðan sinni.

Segir þar frá manni, sem í almenningsvagni tekur upp á því að fletta ofan af sjálfum sér, bæði í andlegri og líkamlegri merkingu, hamfletta sig. Fer svo að fólkið sem situr með honum í vagninum er farið að þreifa á líffærum hans til þess að upplifa að fullnustu þau áföll sem maðurinn hefur orðið fyrir.

Lýsir höfundur bókinni sem dystópískri framtíðarsýn þar sem allt fer til fjandans, gegnum- gangandi tengingar þar sem allt fer úr böndunum.

Mannakjöt vekur lesandann til umhugsunar og málar sterka hugræna upplifun í bland við skemmtilegan leik að orðum. Var Magnús Jochum Pálsson annað tveggja skálda er hlutu Nýræktarstyrk íslenskra bókmennta nú í ár, sem veittur er til að hvetja nýhöfunda til frekari dáða.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...