Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Hagstofan ætlar að birta upplýsingar um fjölda sláturgripa úr hrossakjöts­slátrun frá næstu áramótum.
Hagstofan ætlar að birta upplýsingar um fjölda sláturgripa úr hrossakjöts­slátrun frá næstu áramótum.
Mynd / smh
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjölda sláturgripa og framleiðslumagn úr hrossaslátrun.

Verða þær upplýsingar birtar samhliða öðrum kjötframleiðsluupplýsingum sem Hagstofan hefur birt með reglubundnum hætti. Að sögn Jóns Guðmundar Guðmundssonar, sérfræðings hjá Hagstofunni, er ástæðan fyrir birtingunum sú að á næsta ári þarf að skila tölum um hrossaslátrun til alþjóðastofnana. Jón segir að fram til þessa hafi Hagstofan einungis birt tölur árlega yfir framleiðsluna. Á Mælaborði landbúnaðarins hafi hins vegar verið hægt að nálgast upplýsingar um framleiðslumagn úr hrossaslátrun.

„Nýjungin núna verður sú að tölur yfir fjölda dýra verður einnig að finna í okkar yfirliti, en ekki bara framleidd kíló,“ segir Jón. Samkvæmt upplýsingum á Mælaborði landbúnaðarins, varð 5,3 prósenta framleiðsluaukning á milli 12 rúllandi mánaða, þannig að framleiðsla síðustu 12 mánaða var rúm 961 þúsund kíló en rúm 912 þúsund kíló sé litið til þeirra 12 mánaða sem eru þar á undan.

Skylt efni: hrossakjöt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...