Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Talið er að þeim matvælum sem er sóað eða hent gæti nægt til þess að fæða 1,3 milljarða manna.
Talið er að þeim matvælum sem er sóað eða hent gæti nægt til þess að fæða 1,3 milljarða manna.
Mynd / Unsplash - Roman Mykhalchuk
Utan úr heimi 12. september 2023

Málþing um matvæli á heimsvísu

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Ár hvert heldur Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) málþing um matvæli á heimsvísu (e. World Food Forum - WFF). Þingið fer fram 16.–20. október í höfuðstöðvum FAO í Róm, Ítalíu, en þingið fer einnig fram rafrænt.

Aðalumræðuefni þingsins verður um það hvernig hægt sé að gera ræktun og framleiðslu í landbúnaði og matvælaiðnaði (e. agrifood systems) hagkvæmari og umhverfisvænni til að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda.

Leitað leiða

Umræðuefnið er gríðarstórt og tekur til allra þeirra þátta sem ná frá því að matvæli eru ræktuð þar til þau eru komin á borð neytenda. Þar má t.d. telja upp þætti líkt og ræktun, framleiðslu, geymslu, samsöfnun, meðhöndlun eftir uppskeru, flutning, vinnslu, dreifingu, markaðssetningu, förgun og neyslu. Átt er við öll þau matvæli sem eru ætluð til manneldis, hvort sem þau eiga upptök sín í gróðurhúsum eða landi, búfjárrækt, skógrækt, sjávarútvegi eða fiskeldi.

Leitað verður leiða til að flýta fyrir aðkallandi loftslagsaðgerðum sem tengjast ofantöldum málefnum en talið er að vegna þeirra sé tilkomin þriðjungur þeirra gróðurhúsalofttegunda sem eru af manna völdum, 90% af eyðingu skóga á heimsvísu, 70% af notkun vatns á heimsvísu og fækkunar á líffræðilegum fjölbreytileika á landi. Talið er að það sé hægt að breyta þessu og ætti að vera ein af aðaláherslunum í baráttunni við loftslagsmál.

Matvælum fargað

Matur er líka stærsti einstaki efnisflokkurinn sem fargað er á urðunarstöðum á heimsvísu og árlega er talið að þeim matvælum sem er sóað eða hent nægi til þess að fæða 1,3 milljarða manna. Á sama tíma er talið að um 735 milljónir manna á heimsvísu hafi lifað við hungursneyð árið 2022, sem er aukning um 122 milljónir manna frá árinu 2019.

Í ár verður ungu kynslóðinni sérstaklega boðið til þátttöku þar sem mikilvægt er að tengja saman og auka samstarf núverandi og næstu kynslóða í baráttunni við loftslagsmál. Einnig til þess að nýta samanlagða hugvitssemi þeirra í vísindum, tækni og nýsköpun og greina fjárfestingartækifæri innan matvæla og landbúnaðar. Auk ungu kynslóðarinnar eru boðnir til þingsins bændur, smáframleiðendur, frumbyggjar, stjórnmálamenn, fjárfestar í landbúnaði og vísindamenn – öll með sama markmið, að komast nær fæðuöryggi og nálgast betri framtíð matvæla fyrir alla á umhverfisvænan hátt.

Skylt efni: World Food Forum

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...