Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Háskólinn á Hólum í Hjaltadal.
Háskólinn á Hólum í Hjaltadal.
Mynd / Aðsend
Fréttir 1. nóvember 2023

Málþing Jóni til heiðurs

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Málþing til heiðurs Jóni Bjarnasyni frá Bjarnarhöfn, fyrrum rektors Háskólans á Hólum, verður haldið að Hólum í nóvember af tilefni áttræðisafmælis Jóns í desember.

Nokkrir vinir og velunnarar Jóns ásamt Háskólanum á Hólum efna til málþingsins en efnistök þess verða með skírskotun í sögu skólahalds á Hólum. „Umfram allt verður sjónum beint að þeim verðmætum sem háskóli í dreifbýli býr yfir og tækifærum sem nábýli skólans við náttúru, mannauð og atvinnulífið bjóða fram,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Þar segir að Jón hafi verið fenginn til að endurreisa Bændaskólann að Hólum í Hjaltadal árið 1981 og hann hafi flutt þangað með konu sinni, Ingibjörgu Kolku, og börnum. Skólinn hafði þá ekki starfað um hríð en hann var stofnaður 1882. „Engum blandast hugur um hve mikið þrekvirki Jón vann á skólastjóraárum sínum á Hólum. Staðurinn var í niðurníðslu, byggingar, ræktun og skólastarf. Á fáum árum risu ný mannvirki og eldri byggingar voru endurbættar. Dómkirkjunni og kirkjustarfi var sýndur mikill sómi. Aðsókn að Hólaskóla varð mikil og samhliða aðlagaðist námið að breyttum aðstæðum í samfélaginu. Nám í fiskeldi, hestamennsku og síðar ferðamálum litu dagsins ljós. Þetta eru þær greinar sem Háskólinn á Hólum byggir nú háskólanám sitt á og eru mikilvægar atvinnugreinar um land allt, ekki síst í hinum dreifðu byggðum,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Jón lét af skólastjórn árið 1999.

Málþingið mun fara fram á Hólum í Hjaltadal þann 16. nóvember kl. 9–16. Kaffiveitingar og hádegismatur verða í boði fyrir gesti.

Skylt efni: Háskólinn á Hólum

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f