Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Malbikaðir stígar í Dimmuborgum eru þurrir og auðir, enda mokaðir með liðléttingi á dögunum.
Malbikaðir stígar í Dimmuborgum eru þurrir og auðir, enda mokaðir með liðléttingi á dögunum.
Fréttir 3. júní 2016

Malbikaðir stígar hafa sannað gildi sitt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Malbikaðir göngustígar í Dimmu­borgum voru í liðinni viku orðnir þurrir og auðir, en þeir voru mokaðir með liðléttingi. Öðru máli gegndi um ómalbikaða stíga, þeir voru fullir af snjó, bleytu og drullu. 
 
Til tals hefur komið hvort loka þurfi einhverjum leiðum á meðan þær þorna meira. Malbikaðir stígar í Dimmuborgum hafa sannað gildi sitt, en þegar ráðist var í þá framkvæmd kom fram gagnrýni þar á. 
 
Ekkert fé úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
 
Við úthlutun styrkja í ár úr Fram­kvæmdasjóði ferðamannastaða fékk Landgræðslan ekkert fjármagn og olli það mönnum vonbrigðum að því er fram kemur í frétt á Facebook-síðu Landgræðslunnar. 
 
Sótt var um 44 milljónir króna. Hugmyndin var að halda áfram að ganga frá stígum, setja upp skilti og vegpresta og malbika næsta bílastæði. 
 
Vissulega hefur ástandið í og við Dimmuborgir batnað mikið síðustu ár en það var mat Landgræðslunnar að nauðsynlegt væri að halda áfram og ljúka ákveðnum verkþáttum svo svæðið kæmist í enn betra horf.
Fólk úr fyrsta skemmtiferðaskipi sumarsins kom á dögunum og var býsna þétt á þingi í Dimmuborgum. 

3 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...