Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Málar garðana græna
Fréttir 18. júní 2015

Málar garðana græna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þurrkar í Kaliforníu virðast ekki vera öllum til bölvunar, því sumir sjá í þessu ástandi ný viðskiptatækifæri.

Þar sem fólki hefur verið bannað að vökva grasblettina fyrir framan hús sín datt einum manni í Sacramento í hug snjallræði til að flikka upp á sólþurrkaða og skrælnaða garða. 

Maðurinn, sem heitir Bill Schaffer, stofnaði fyrirtæki sem hann nefndi  „Brown Lawn Green“, sem útleggja mætti: Brúnar garðflatir grænar. Í stað þess að aka á milli garðeigenda og bjóðast til að vökva hjá þeim garðana með vatni, býður Schaffer þeim nú að úða yfir garðana með grænni málningu.

Garðeigandinn Shaun Johns virtist harla ánægður með framtakið í samtali við vefritið NewsFix.

„Þetta er ansi áhrifamikið. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður.“ Sagði hann að þar sem lítið væri um slátt entist málningin nokkuð vel á garðinum. Þannig mætti búast við að málningarúðunin dygði í allt að sex til átta vikur yfir hásumarið.

Sagt er að málningin sem notuð er sé eiturefnalaus. Það ætti því að vera öruggt fyrir dýr og jafnvel börn að leika sér í fagurmáluðum görðunum. Á sama tíma hamast yfirvöld við að telja almenningi trú um að brúnir garðar séu bara alls ekki svo slæmir þegar mikið þarf að leggja á sig til að spara vatn. Hefur því víða verið komið upp skiltum við almenningsgarða þar sem á standa slagorðin, „Brown is the new green,“ eða, hinn nýi græni litur er brúnn.

Skylt efni: Þurrkar | Garðyrkja | Kalifornía

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...