Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.

Útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og hrognkelsa ásamt hitastigi í yfirborðslagi sjávar á 10 metra dýpi. Yfirborðstogstöðvar með engum afla af viðkomandi tegund eru merktar með bláum punkti.
Útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og hrognkelsa ásamt hitastigi í yfirborðslagi sjávar á 10 metra dýpi. Yfirborðstogstöðvar með engum afla af viðkomandi tegund eru merktar með bláum punkti.
Mynd / Hafrannsóknastofnun
Fréttir 5. september 2022

Makríll útbreiddur við landið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bráðabirgðaniðurstöður úr uppsjávarvistkerfisleiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar frá því fyrr í sumar sýna að magn og útbreiðsla makríls í íslenskri landhelgi er mun meira en undanfarin tvö sumur.

Leiðangurinn var hluti af IESSNS, International Ecosystem Summer Survey in the Nordic Seas, og alls tóku sex skip þátt í rannsókninni, sitt hvort skipið frá Íslandi og Færeyjum og fjögur frá Noregi.

Í leiðangrinum Árna Friðrikssonar var rannsökuð útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og kolmunna í íslenskri landhelgi að undanskildum austurhluta hennar sem Færeyingar og Norðmenn rannsökuðu.

Teknar 48 togstöðvar kringum landið, gerðar sjónmælingar og sýni tekin í átuháfa á yfirborðstogstöðvum.

Mælingar á hitastigi sjávar sýna að hitastig í yfirborðslagi var álíka og sumarið 2021 og aðeins hlýrra en sumarið 2020.

Mikil útbreiðsla makríls

Bráðbirgðaniðurstöður sýna að magn og útbreiðsla makríls í íslenskri landhelgi er mun meira en undanfarin tvö sumur. Makríll fannst meðfram suður- og vesturströnd landsins, bæði á landgrunninu og utan þess. Fyrir sunnan fannst makríll í Íslandsdjúpi suður að 62 °N breiddargráðu en makríll hefur ekki fengist í þessum leiðangri svo sunnarlega síðan sumrið 2016.

Bráðabirgðaniðurstöður norsku og færeyska rannsóknaskipanna sýndu að makríl var einnig að finna austan við land.

Norsk-íslensk vorgotssíld

Líkt og undanfarin ár var norsk- íslenska vorgotssíld að finna á flestum togstöðvum fyrir norðan og austan landið og íslensk sumargotssíld á landgrunninu fyrir sunnan og vestan landið.

Kolmunni og hrognkelsi

Kynþroska kolmunni mældist við landgrunnsbrúnina sunnan og vestan við landið.

Magn og útbreiðsla hrognkelsa var minni í ár en undanfarin ár. Í leiðangrinum voru merkt alls 64 hrognkelsi.

Skylt efni: Makríll

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...