Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Makarót slær í gegn sem heilsufæði
Fréttir 9. desember 2014

Makarót slær í gegn sem heilsufæði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þjófar í brutust nýlega inn í vöruskemmu í Junín héraði í Perú og höfðu á brott með sér rúmt tonn að makarótum. Talið er að þýfið verði selt til Kína.

Stuldurinn væri ekki frásagnarverður nema fyrir þær sakir að rætur þessar, sem líkjast einna helst rófum, hafa slegið rækilega í gegn sem heilsufæði í Kína. Verð á rótunum hefur rokið upp þrátt fyrir að verð til fjallabænda í Perú hafi staðið í stað. Vinsældir rótarinnar hafa einnig verið að aukast á Vesturlöndum þar sem hún er sögð virka gegn krabbameini.

Í Bandaríkjunum hefur verð á einu kílói á dufti sem unnið er úr rótinni hækkað úr 900 krónum í 3700 á einu ári og er búist við að það hækki enn meira á næsta ár eða í allt að 10.000 krónur fyrir kílóið.

Í Kína er rótin sögð kynörvandi og seld dýru verði sem slík. Sagt er að kínverskir kaupendur rótarinnar hafa komið til Perú og fyllt margar ferðatöskur af rótinni sem þeir smygla úr landi og inn í Kína.

Svo mikil er ásóknin í makarætur að yfirvöld í Perú eru farnar að hafa áhyggjur af því að hún sé ofnýtt en rótin á sé langa nytjasögu frá því fyrir tíma Inkanna.

Fræjum af jurtinni hefur einnig verið stolið og smyglað úr landi þrátt fyrir blátt bann við slíku og óttast yfirvöld í Perú að ræktun í Kína munu fljótlega verða meiri en í Perú. Ræktun Kínverja hefur vekið upp spurningar um rétt innfæddra, í þessu tilfelli í Perú, yfir plöntum sem þeir hafa ræktað í hundruð ára. 
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...