Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Forsíða Mælaborðs landbúnaðarins.
Forsíða Mælaborðs landbúnaðarins.
Fréttir 8. apríl 2021

Mælaborð landbúnaðarins formlega virkjað

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, virkjaði Mælaborð landbúnaðarins formlega í dag á opnum streymisfundi.

Mælaborðið er veflægt upplýsingahlaðborð um íslenskan landbúnað; búvörusamninga, stuðningsgreiðslur,  talnaefni um búvöruframleiðslu, -innflutning og -sölu – auk tölulegra upplýsinga um bændur og búfjáreigendur.

Það var Sigurður Eyþórsson, fyrrum framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands og núverandi verkefnastjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, sem kynnti virkni Mælaborðs landbúnaðarins.

Mælaborðið er hluti af samkomulagi ríkis og bænda við endurskoðun rammasamnings búvörusamninga en þar kemur fram að nauðsynleg sé að hafa yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir í landinu, meðal annars vegna fæðuöryggis Íslands. Mælaborði landbúnaðarins er ætlað að auka gagnsæi í hagtölum landbúnaðarins og aðgengi fólks að upplýsingum.

Mælaborðið byggir að miklu leyti á gögnum úr Afurð, greiðslukerfi landbúnaðarins hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en einnig eru gögn sótt til Hagstofu Íslands. Mælaborðið er sett upp í Power BI sem er viðskiptagreindarhugbúnaður frá Microsoft og gefur möguleika á að skoða gögn með gagnvirkum hætti. 

Um þróunarverkefni er að ræða en í fyrsta áfanga, sem var kynntur í dag, er lögð áhersla yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir landbúnaðarafurða hér á landi, auk stuðnings við bændur samkvæmt búvörusamningum. Áfram verður unnið að framþróun mælaborðsins til að það nýtist sem verkfæri til að fylgjast með þróun þeirra markmiða sem sett eru í búvörusamningum og landbúnaðarstefnu.

Hér má nálgast upptöku frá fundinum:

Kynning á Mælaborði landbúnaðarins

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...