Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Stjórn minkabænda. Frá vinstri: Hjalti Logason, Veronika Narfadóttir og
Björn Harðarson formaður.
Stjórn minkabænda. Frá vinstri: Hjalti Logason, Veronika Narfadóttir og Björn Harðarson formaður.
Mynd / ál
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskipti til þess að koma í veg fyrir skyldleikaræktun.

Á landinu eru eingöngu sex minkabú og eiga þau samtals rúmlega 8.500 læður. Eftir hrun minkaræktarinnar í Danmörku hefur lokast fyrir innflutning á kynbótadýrum og er nauðsynlegt fyrir greinina að bregðast við til að forðast skyldleikaræktun.

„Fyrir okkar búgrein skiptir máli að halda skyldleikaræktun í hófi með reglulegum skiptum á dýrum,“ segir Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda og minkabóndi í Holti í Flóa. Á deildarfundinum kynnti Ditte Clausen, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, tillögu að ræktunaráætlun sem miðar að því að lyfta heildinni.

Björn gerir fastlega ráð fyrir að allir minkabændur taki þátt í dýraskiptum þó svo að endanleg útfærsla ræktunaráætlunarinnar hafi ekki verið útfærð. Næstu skref felist í því að Ditte leggist yfir gögn frá öllum minkabúunum og leggi til hvernig best er að standa að kynbótum. „Ég geri ráð fyrir að allir taki þátt,“ segir Björn, því hagur bændanna sé mikill.

Miðað við horfur á mörkuðum segir Björn minkabændur spá tíu til fimmtán prósenta hækkun á minkaskinnum á næstu misserum. Á nýlegum uppboðum hafa fengist að meðaltali í kringum 5.000 krónur fyrir hvert minkaskinn, en hann segir að til að standa undir öllum kostnaði þyrftu minkabændur að fá 9.000 krónur á skinn.

Litlar breytingar urðu á stjórn deildar loðdýrabænda á fundinum. Í aðalstjórn, ásamt Birni, eru áfram Veronika Narfadóttir úr Túni og Hjalti Logason frá NeðriDal. Varamenn í stjórn eru Rúna Einarsdóttir frá Torfastöðum 2 og Bjarni Stefánsson úr Túni.

Björn bætir við að loðdýrarækt falli vel að loftslagsmarkmiðum Bændasamtaka Íslands. „Við nýtum lífrænan úrgang sem annars færi í urðun og breytum í útflutningsvöru. Nokkurn veginn allt okkar fóður er innlent.“ 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...