Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lyfjastofnun segir iðnaðarhamp falla undir ákvæði ávana- og fíknilaga
Fréttir 6. desember 2019

Lyfjastofnun segir iðnaðarhamp falla undir ákvæði ávana- og fíknilaga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændablaðið sendi Lyfjastofnun fyrirspurn vegna umræðunnar um iðnaðarhamp og leyfi til að rækta hann. Auk þess var spurt hver staða hamps væri í ýmiss konar vörum sem fluttar eru til landsins. Einnig var spurt og hvort skýra þurfi eða breyta lögunum til þess að leyfa ræktunina að mati Lyfjastofnunar.

Í svari Lyfjastofnunar segir að á undangengnu ári hafi stofnuninni borist fjöldinn allur af fyrirspurnum og erindum sem snúa að því hver sé lögformleg staða þeirra vara og plantna. Þessum fyrirspurnum hefur fjölgað verulega á þessu ári í samanburði við árin þar á undan. Staða iðnaðarhamps og CBD var af þessum sökum því nýlega tekin sérstaklega til skoðunar hjá stofnuninni.

Lyfjastofnun telur að ákvæði ávana- og fíknilaga, nr. 65/1974, með síðari breytingum, feli í sér að plöntur og efni af þessum toga falli undir ákvæði 2. gr. og 6. gr. laganna, og sé innflutningur, meðferð og varsla þeirra bönnuð á íslensku yfirráðasvæði. Umrædd löggjöf gerir til að mynda ekki greinarmun á mismunandi afbrigðum kannabisplantna, né því magni af virkum efnum sem mismunandi afbrigði plantnanna framleiða.

Mikilvægt er að leiðrétta þann misskilning sem virðist gæta að Lyfjastofnun hafi veitt leyfi til innflutnings á hamppróteindufti og hampfræjum sem markaðssett eru hér á landi. Um er að ræða vörur sem flokkast sem matvæli og hefur Matvælastofnun þar af leiðandi eftirlit með innflutningi þeirra og markaðssetningu. Hvað varðar aðrar vörur sem innihalda hamp getur Lyfjastofnun ekki tjáð sig um, enda um að ræða vörur sem heyra undir eftirlit ýmissa annarra opinbera stofnana.

Lyfjastofnun hefur ekki mótað sér sérstaka skoðun á því hvort um sé að ræða ósamræmi í lögum eða hvort þurfi að skýra eða breyta lögum á þessu sviði, enda stofnuninni ekki falið slíkt hlutverk lögum samkvæmt. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...