Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lundi
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Hann er að öllu leyti farfugl og dvelur hér við land yfir sumarið og út ágúst eða þegar ungatíma lýkur. Þá hverfur hann langt út á Norður-Atlantshaf og sést lítið við land aftur fyrr en í apríl. Lundinn er afar félagslyndur og verpur í holum í stórum byggðum á grösugum eyjum, höfðum og brekkum. Lundinn verpir einungis einu eggi og má segja að varp og ungatíminn sé fremur seinlegt. Fyrstu fuglarnir byrja að verpa í seinni hlutanum í maí og liggur fuglinn á í um 40 daga. Þá tekur við ungatíminn sem getur varað frá 35–55 dögum. Það er því ekki fyrr en síðsumars sem unginn (pysjan) yfirgefur holuna. Lundinn er nokkuð langlífur fugl, talið er að meðalaldur lunda sé á bilinu 20–25 ár en elsti lundinn sem vitað er um var 38 ára gamall og var merktur af Óskari J. Sigurðssyni, vitaverði á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Þeir eru afar hraðfleygir og geta náð yfir 80 km hraða á klukkustund á flugi. Hann stendur uppréttur á landi, er því nokkuð fimur á fæti. Svo er ekki nóg með að hann sé góður sundfugl heldur getur hann líka kafað niður á allt að því 60 metra dýpi þar sem hann leitar sér að æti. Það er því óhætt að segja að lundar hafi góða aðlögunarhæfni í að koma sér á milli staða hvort sem það er í lofti, á láði eða í legi.

Skylt efni: fuglinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...