Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Starfsmenn Oddeyrarskóla á fullu við lummbakstur.
Starfsmenn Oddeyrarskóla á fullu við lummbakstur.
Líf&Starf 22. júní 2016

Lummubaksturssnillingar í Oddeyrarskóla

Starfsfólk Oddeyrarskóla eru miklir aðdáendur Bænda­blaðsins. Á kaffistofunni er blaðið oft  uppspretta fjörlegrar umræðu um landsins gagn og nauðsynjar.
 
Starfsfólkið reynir gjarnan að gera eitthvað skemmtilegt með nemendum skólans. Þannig var t.d. á fullveldisdaginn 1. desember 2015 ákveðið að skella í lummur og bakaðir af þeim háir staflar sem nemendur gæddu sér síðan á með dass af sykri. Að sjálfsögðu var greint frá þeim viðburði á síðum Bændablaðsins á sínum tíma. Gallinn var bara sá að myndir fylgdu ekki fréttinni eins og vera bar.
 
Ástæðan var að nafn aðal lummubakarans hafði ekki skilað sér til blaðsins og var myndin því sett til hliðar á síðustu stundu. 
 
Eðlilega voru starfsmenn Oddeyrarskóla þá ekki par sáttir við sitt uppáhaldsblað og gerðu athugasemd við þetta vítaverða myndleysi. Alla tíð síðan hafa samstarfsmenn þessa slynga lummubakara lagt hart að ritstjóra Bændablaðsins að gera bragarbót á myndleysinu. 
 
Þar sem nú er loks búið að fá upplýst hver þessi röska manneskja er (sjá mynd hér til hliðar), þá þótti ekki verjandi lengur að bíða með myndbirtingu. Kannski ekki heldur seinna vænna þar sem starfsmenn eru að fara í sumarfrí og senn að koma 17. júní.   
 
Bændablaðið óskar Hrönn og öðrum velunnurum sínum í Oddeyrarskóla gleðilegs sumars.

2 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...