Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Lömb eru vitsmunaverur
Líf og starf 28. desember 2022

Lömb eru vitsmunaverur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Íslensk lömb – Lambadagatal 2023 er komið út.

Prýðir það að venju ljósmyndir frá sauðburði í maí 2022, af um sólarhrings gömlum lömbum úti í íslenskri náttúru í fyrsta sinn í lífinu. Myndirnar fanga vel fegurð þeirra, persónuleika, geðslag ásamt þeirri einstöku dásemd sem fólgin er í nýju lífi að vori. Margslungnum litaafbrigðum íslensku sauðkindarinnar eru gerð góð skil á dagatölunum nú sem fyrr og nefna má t.a.m. hvít, svört, doppótt, móbíldótt, mórautt, móbotnótt, svarbotnótt, goltótt, gráírótt, móflekkótt, grábotnótt, ýrumókrúnótt, leistótt, baugótt auk fjölda annarra litaafbrigða íslensku sauðkindarinnar.

Ragnar Þorsteinsson, sauðfjárbóndi í Sýrnesi í Aðaldal, er útgefandi og höfundur lambadagatalsins og segir það bæði gefandi og krefjandi að taka myndir af lömbum eins og öðru ungviði.

„Þau eru mjög sjálfstæð, og á sífelldri hreyfingu, fylgjast vel með því sem um er að vera. Áður en lömbin fara í myndatöku þarf að vera búið að spjalla við þau, kela, knúsa, vinna traust þeirra og vináttu svo þau verði nú ekki skelfingu lostin yfir þessari margbreytilegu og skrítnu veröld sem þau eru að upplifa og hafa þarf í huga grundvallarregluna í samskiptum. Lömb eru vitsmunaverur með tilfinningar og það þarf að koma fram við þau sem slík.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...