Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Uppskera á dönskum kornakri.
Uppskera á dönskum kornakri.
Fréttir 10. apríl 2015

Lokun Rússlandsmarkaðar veldur verðfalli á dönskum afurðum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Danska bankakerfið er nú farið að finna hitann af þeim vanda sem skapast hefur vegna banns ESB á sölu landbúnaðarafurða til Rússa. Er þetta farið að valda vandræðum hjá þeim sjóðum sem fjárfest hafa í dönskum landbúnaði. 
 
Á árinu 2012 fluttu Danir út vörur til Rússlands að verðmæti 1,6 milljörðum evra. Um 25% af því voru landbúnaðarafurðir að því er fram kemur á vefsíðu CityWire. Nú er sá markaður algjörlega lokaður og danskir bændur verða að finna aðra markaði fyrir afurðir sínar. Hefur þetta valdið verðfalli á framleiðsluvörum og er þegar farið að hafa mjög slæm áhrif m.a. á landbúnað í Danmörku, í norðurhéruðum Svíþjóðar og Finnlands.  
 
Fjárfestingasjóðir hafa verið neyddir til að losa sig við bréf tengd landbúnaði til að lækka ekki í mati matsfyrirtækjanna. Eru danskir bankar sagðir farnir að tapa drjúgt vegna ástandsins. Þá er ljóst að viðskiptabannið kann að vera að koma í bakið á ESB-löndunum og gæti haft langvarandi áhrif á landbúnað í þeim löndum. Ljósasta vísbendingin um það er að Rússar keppast nú við að styrkja fæðuöryggi sitt og vinna að því öllum árum að rússneska þjóðin verði óháð öðrum ríkjum með mat.  
 
Samkvæmt frétt á vef City Wire 6. mars eru danskir bændur að verða fyrir miklum skaða vegna viðskiptabannsins. Verð á kjöti og mjólk hefur lækkað mjög á mörkuðum, en landbúnaður í Danmörku er hlutfallslega mun mikilvægari fyrir afkomu ríkisins en landbúnaður á hinum Norðurlöndunum. Í því sambandi má nefna gríðarlegan útflutning Dana á svínakjöti og á grísum til áframeldis, einkum í Póllandi, sem keppir svo við landbúnaðarframleiðslu Svía og Finna. Danski landbúnaðarklasinn og matvælaiðnaðurinn er ein öflugasta atvinnugreinin í landinu og framleiðir fæðu fyrir um 15 milljónir manna. Það er nærri þrefalt meira en Danir þurfa sjálfir en þeir voru rúmlega 5,6 milljónir talsins nú í janúar. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...