Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Kalt og blautt vor varð til þess að margir kornbændur ákváðu að sá ekki í kornakra sína.
Kalt og blautt vor varð til þess að margir kornbændur ákváðu að sá ekki í kornakra sína.
Mynd / smh
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsvert minni í ár miðað við síðasta haust.

Kornræktendum heldur áfram að fækka og voru 13 færri nú í ár en í fyrra. Að meðaltali var uppskera um 2,2 tonn af þurru korni á hvern hektara.

Að sögn Borgars Páls Bragasonar, hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, er samdrátturinn um 3.000 tonn, og þó ekki sé um alveg endanlegar tölur að ræða gefi þær mjög sterkar vísbendingar um niðurstöðurnar. „Það vantar enn tölur inn í þetta sem breytir þó ekki heildarmyndinni,“ segir hann.

Óvenjumikið slegið sem grænfóður

Spurður um ástæður þess að kornræktendum haldi áfram að fækka, í því ljósi að stjórnvöld séu byrjuð á að skapa skilyrði fyrir aukinni kornrækt, segir Borgar að árferðið ráði sennilega mestu um það og um langtímaverkefni sé að ræða.

„Það hefðu trúlega fleiri sáð korni í vor ef það hefði ekki verið svona kalt og blautt, einkum á Suður- og Vesturlandi, og Norðanlands var víða ekki hægt að komast um til að sá korni. Veðurfarslega þá var þetta mjög vont kornræktarár og uppskerutölurnar bera vott um það. Óvenjumargir kornakrar voru til dæmis slegnir sem grænfóður því fyrirséð var að kornið myndi ekki ná þroska.“

Gæðum veðurfarsins misskipt

Í umfjöllun Bændablaðsins í september kom fram að tíðarfar hafi almennt verið mjög óhagstætt á Norðvesturlandi og Vesturlandi. En til dæmis í Eyjafirði og á Suðurlandi hafi sums staðar verið mjög óhagstæð veðurskilyrði en annars staðar á þessum landsvæðum alveg ákjósanleg. /smh

Skylt efni: Korn | kornrækt | kornuppskera

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f