Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Lögmál markaðarins
Skoðun 17. september 2015

Lögmál markaðarins

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fregnir hafa borist af miklum mótmælum evrópskra bænda að undanförnu. Eru mótmælin aðallega til komin vegna breytinga á landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og niðurlagningar á mjólkurkvóta sem áður stýrði framleiðslunni. Það hefur haft þær afleiðingar að verð á mjólk til bænda hefur hríðfallið.
 
Mótmæli bænda hafa staðið yfir meira og minna í allt sumar víða um Evrópu. Mikil pressa hefur verið frá stórverslunum í álfunni á liðnum árum um að keyra niður verð á landbúnaðarvörum. Kvótakerfi í mjólkurframleiðslu var sá hemill sem var þyrnir í augum þeirra sem töldu að markaðslögmálin væru best til þess fallin að stýra framleiðslunni. Þegar þessi öfl fengu ósk sína uppfyllta fór hins vegar athyglisvert ferli í gang. 
 
Fjárfestar sem hafa verið að leita eftir góðum tryggingum fyrir sitt fé hafa fyrir löngu uppgötvað að slíka langtímatryggingu er einna helst að finna í landbúnaði. Því hafa stórfyrirtæki með fjármagn fjárfesta á bak við sig verið kerfisbundið að kaupa upp ræktarlönd og stórbýli í Evrópu, ekki síst í mjólkurframleiðslu. Þegar séð var fram á að kvótakerfinu hjá ESB yrði hent út, hófu þessi stórfyrirtæki að gera samninga við stórverslanir um sölu á mjólk langt undir eðlilegu kostnaðarverði. Um  leið var ráðist í að stórauka framleiðsluna til að hraða vel útfærðu ferli. 
 
Smábændur og aðrir sem ekki höfðu áhættufjármagnið til að leika sér með hafa lotið í lægra haldi og ýmist neyðst til að selja stórbúunum land og rekstur, eða hreinlega farið á hausinn. Ef lögmál markaðarins fá áfram að ráða ferðinni óheft, þá mun fagurgali stórverslana um að þær séu aðeins að lækka mjólkurverð til neytenda snúast upp í andhverfu sína. Reynslan úti um allan heim sýnir að það sem kallað er „dumping“ á markaði veldur því að sterku spilararnir drepa af sér samkeppnina í skjóli fjárhagslegs úthalds. Í kjölfarið hafa hinir stóru og sterku öll tök á markaðnum og geta með skjótum hætti náð inn öllum fórnarkostnaði sínum með stórhækkun á vöruverði. Um þetta snýst dæmið í Evrópu í dag og nú óttast margir að sama verði upp á teningnum þegar fjárfestar verða búnir að ná undirtökunum í Úkraínu. 
 
Menn verða að horfa til þess að matvælaframleiðsla er ekki af sama toga og t.d. framleiðsla á hjólbörðum.  Um leið og bændum stórfækkar hverfur gríðarleg þekking úr greininni. Hætt er við að landnýtingu og framleiðslu hraki ört með skelfilegum afleiðingum fyrir fæðuöryggi viðkomandi þjóða. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f