Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Eðlisbreyting verður á nálgun við útrýmingu riðuveiki í sauðfé. Horfið er frá því að reyna að útrýma smitefninu sjálfu, í staðinn verður megin áherslan lögð á að útrýma veikinni með ræktun fjárstofns sem ber verndandi arfgerðir gegn riðusmitefninu
Eðlisbreyting verður á nálgun við útrýmingu riðuveiki í sauðfé. Horfið er frá því að reyna að útrýma smitefninu sjálfu, í staðinn verður megin áherslan lögð á að útrýma veikinni með ræktun fjárstofns sem ber verndandi arfgerðir gegn riðusmitefninu
Mynd / smh
Fréttir 24. október 2025

Lög og reglur um útrýmingu á sauðfjárriðu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt nýlega samþykktum breytingum á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim fær atvinnuvegaráðherra heimild til að setja í reglugerð skyldu til að rækta gegn dýrasjúkdómi, sem og að geta fyrirskiptað slíka ræktun.

Markmið laganna er að innleiða í lög tillögur sem lagðar eru fram í sameiginlegu stefnuskjali stjórnvalda og bænda, Landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu. Stefnan var undirrituð af ráðherra, forstjóra Matvælastofnunar og formanni Bændasamtaka Íslands sumarið 2024 og endurskoðuð í sumar.

Matvælastofnun ákvarðar bótagreiðslur

Með breytingunum getur atvinnuvegaráðherra falið Matvælastofnun með reglugerð að framfylgja tilteknum aðgerðum og að taka ákvarðanir í tengslum við uppkomu alvarlegra dýrasjúkdóma. Einnig að taka ákvarðanir um greiðslu bóta á grundvelli laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

Einnig verður ráðherra heimilt að setja ákvæði í reglugerð um flokkun landssvæða, bæja og starfsstöðva þar sem sérstakar ráðstafanir skulu gilda til að hefta útbreiðslu alvarlegra dýrasjúkdóma í samræmi við eðli viðkomandi dýrasjúkdóms og faraldsfræðilegra þátta.

Sauðfjárriðu útrýmt innan 20 ára

Drög að reglugerð um riðuveiki í fé hefur í kjölfarið verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda, en hún byggir á Landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu. Umsagnarfrestur er til 29. október.

Markmið hennar er að útrýma riðuveiki í sauðfé á Íslandi innan 20 ára og er reglugerðin undirstaða þess að Íslandi nái markmiðum sem settar eru fram í landsáætluninni. Í henni er einnig stefnt að því að litlar líkur séu á að upp komi riðuveiki frá og með árinu 2028 og að Ísland hafi hlotið viðurkenningu ESB árið 2032 um að hverfandi líkur séu á að upp komi riðuveiki hér á landi.

Í reglugerðinni birtist eðlisbreyting á nálgun við útrýmingu riðuveiki. Horfið er frá því að reyna að útrýma smitefninu sjálfu, í staðinn verður megin áherslan lögð á að útrýma veikinni með ræktun fjárstofns sem ber verndandi arfgerðir gegn riðusmitefninu ásamt áframhaldandi aðgerðum til að hefta mögnun og dreifingu smitefnisins.

Í greinargerð með reglugerðinni segir að horft sé til þess að aðgerðir séu áhættumiðaðar, þær séu stigmagnandi og beint að tilteknum áhættuflokkuðum bæjum en ekki jafnt að öllum bæjum í viðkomandi varnarhólfi eins og verið hefur hingað til. „Sjö ára tímaviðmið er tekið upp í stað 20 ára, sjö ár eru tiltekin í reglugerð (EB) 999/2001 þegar um viðskipti með fé er að ræða á milli landa auk þess sem sjö áru eru um tvöfaldur meðgöngutími riðuveiki. Þannig minnka álögur og tími hafta styttist hjá fjölda sauðfjárbænda, en bændur geta auk þess stytt sjálfir haftatímann með því að rækta hratt gegn veikinni.

Öllum sauðfjárbændum verður gert skylt að rækta gegn riðuveiki en jafnframt bjóðast þeim styrkir til ræktunar og arfgerðagreininga í samræmi við fjárheimildir Alþingis. Ræktunarstyrkjum verður beint þangað þar sem mesta áhættan er og hærri arfgerðagreiningastyrkir verða fyrir verndandi arfgerðir en mögulega verndandi arfgerðir.“

Áhættuflokkaðir sauðfjárbæir

Sauðfjárbæir verða áhættuflokkaðir í riðubæi, áhættubæi og aðra bæi í áhættuhólfi. Tímasett eru ræktunarmarkmið fyrir hvern flokk og eru takmarkanir settar á bæi eftir flokkum sem eru útlistaðar í reglugerðinni. Þar er jafnframt tilgreint hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að aflétta takmörkunum.

Í reglugerðinni eru tiltekin viðbrögð við uppkomu riðuveiki, þannig að fyrirsjáanleiki sé mikill og stjórnsýslulegum ákvörðunum fækkar sem byggðar eru á faglegu mati. Matvælastofnun mun annast stjórnsýsluna. Horfið verður frá því að ráðherra fyrirskipi niðurskurð og einstaka aðgerðir og að ráðuneytið semji við sérhvern bónda.

Dregið úr kostnaðarsömum hreinsunum

„Samhliða kröfunni um ræktun verndandi arfgerða á riðubæjum verður dregið úr kostnaðarsömum hreinsunum og uppbyggingu eftir niðurrif. Í stað fjárleysis í þrjú ár frá uppkomu riðuveiki verður bú ekki fjárlaust, heimilt verður að kaupa nýtt fé strax að loknum þrifum, þannig helst búið í rekstri og afurðatjónsbætur minnka í réttu hlutfalli við rauntekjur af afurðum búsins,“ segir í greinargerð með reglugerðinni.

„Hraði uppbyggingar hjarðarinnar ræðst af bóndanum sjálfum, en gólf er sett á afurðatjónsbætur og útreikningar bóta miðast við að árleg fjölgun fjár sé að lágmarki þriðjungur þess sem skorinn var. Vilji bóndi fjölga fénu hægar þá getur hann það en afurðatjónsbætur myndu taka mið af þriðjungs fjölgun. Matvælastofnun mun annast alla stjórnsýslu með bótagreiðslum en ráðuneytið annast afgreiðslu allra styrkja til að örva ræktun gegn riðuveiki, þar á meðal arfgerðagreiningar.“

Skylt efni: riða í sauðfé

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f