Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Loftslagsbreytingar og skógrækt
Lesendarýni 6. maí 2025

Loftslagsbreytingar og skógrækt

Höfundur: Þröstur Eysteinsson, fyrrv. skógræktarstjóri.

Loftslagsbreytingar eru staðreynd. Þær eru mest vegna brennslu jarðefnaeldsneytis en einig vegna skógareyðingar, ýmissa aðferða í landbúnaði og óhemju neyslu fólks.

Þröstur Eysteinsson.

Skammtímáhrif loftslagsbreytinga á Íslandi eru skemmdir vegna aukinnar tíðni stórviðris og slæm áhrif á fiskistofna (t.d. loðnubrestur). Þetta hefur allt verið viðráðanlegt hingað til, en hefur þegar kostað samfélagið umtalsverða peninga. Langtímaáhrif á Íslandi eru mun alvarlegri. Þau verða mjög líklega hrun fleiri fiskistofna og sjávarvistkerfa, hækkun sjávarborðs og röskun byggðar. Hækkun meðalhita telja sumir vera jákvæða útkomu en hún mun líka hafa neikvæðar hliðar, t.d. aukna tíðni gróðurelda.

Þjóðir heims hafa samþykkt að reyna að draga úr hraða loftslagsbreytinga. Það er þó ekki að takast þrátt fyrir að margar lausnir blasi við. Ástæðan er sú að lausnir þurfa að vera fjárhagslega og félagslega fýsilegar og aðeins sumar eru það enn sem komið er. Auk þess eru stjórnmálamenn háðir bæði kjósendum og fjármálaöflum, sem oftast leggja áherslu á aðra hluti. Þá eru pólitískar lausnir ávallt háðar því að samkomulag náist á milli fólks og flokka sem hafa það að íþrótt að rífast frekar en að koma sér að verki.

Einkageirinn er að stíga upp. Rafvæðing bílaflota heims er drifin áfram af bílaframleiðendum. Orkuframleiðsla með vindi og sól eru orðin fjárhagslega fýsileg og drifin áfram af fjárfestum, sem og ýmsar aðrar tæknilausnir. Svo má ekki gleyma skógrækt. Það merkilega er nú að gerast að einstaklingar og fyrirtæki eru farin að fjárfesta í skógrækt hér á landi og víðar í þeim yfirlýsta tilgangi að binda kolefni. Ástæðan er sú að vottaðar kolefniseiningar eru nú verslunarvara og því þarf ekki lengur að bíða í áratugi eftir að fjárhagsleg velta af skógrækt hefjist.

Skógar eru nefnilega mun betri kolefnissvelgir og kolefnisgeymar en annar gróður. Skógar eru þekktir og mælanlegir , veita fjölbreytta þjónustu og framleiða margt. Aukin skógrækt er á allan hátt jákvæð, sérstaklega í landi sem hefur glatað stærstum hluta sinna skóga.

Til eru loftslagsafneitarar sem ekki viðurkenna að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað eða telja þær ekki vera af mannavöldum. Þeir hafa rangt fyrir sér. Svo eru til aðrir afneitarar, sem segjast ekki vera á móti aðgerðum í loftslagsmálum en vilja bara ekki þetta (t.d. vatnsaflsvirkjanir, vindmyllur, sólarsellur, rafbíla, skógrækt…).

Þeir vilja alls ekki að neinn geti grætt á lausnunum, sérstaklega ekki útlendingar. Aðspurðir um lausnir, hafa þeir engar slíkar, bara „eitthvað annað“. Í þessari afstöðu felst afneitun á ábyrgð, sem er á engan hátt skárri en afneitun á vandanum.

Að vilja ekki skógrækt (eða ekki stafafuru, ekki jarðvinnslu, ekki nota mólendi …) er afneitun á ábyrgð og í raun afneitun á því að það þurfi að takast á við loftslagsbreytingar. Að vera á móti því að fjárhagslegur ágóði megi vera af lausnum (t.d. skógrækt) er afneitun á raunveruleikanum. Fjármagn er nauðsynlegur hvati til lausna. Ef sá hvati kemur ekki frá hinu opinbera þarf hann að koma frá einkageiranum. Það er hann að gera og það er gott.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f