Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þann 19. ágúst síðastliðinn höfðu yfir milljón hektarar lággróðurs og skóglendis brunnið vegna þurrkatíðar í tólf ríkjum Bandaríkjanna á þessu ári samkvæmt tölum National Interagency Fire.
Þann 19. ágúst síðastliðinn höfðu yfir milljón hektarar lággróðurs og skóglendis brunnið vegna þurrkatíðar í tólf ríkjum Bandaríkjanna á þessu ári samkvæmt tölum National Interagency Fire.
Fréttir 1. september 2021

Loftmengun skógarelda hefur áhrif á Covid-19

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki eða PM2.5.

Nýlega var gerð rannsókn á vegum Harvard háskólans í Bandaríkjunum sem leiddi í ljós að svifryksmengun vegna skógarelda sem geisað hafa á vesturströnd Bandaríkjanna til langs tíma, hafi aukið fjölda þeirra sem látið hafa í lægra haldi fyrir Covid-19.

Meðlimir rannsóknarinnar gerðu könnun á tímabilinu mars - desember árið 2020 en talið er að þúsundir tilfella Covid-19, og að stórum hluta dauðsfalla vegna veirunnar í ríkjum Kaliforníu, Oregon og Washington, geti stafað af aukinni svifryksmengun sem stafar af skógareldum.

Skógareldar geisa árlega um vesturströnd Bandaríkjanna en hafa undanfarin ár færst í aukana. Vegna aukins umfangs þeirra og útbreiðslu ná skógsvæði ekki að jafna sig nægilega ár hvert og samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum Wildfire Association er nú loftmengun í San Francisco og Portland meðal þeirra mestu í heiminum. Slík mengun sem er langt yfir heilsuverndarmörkum gerir loftvegina næmari, veldur lungnasýkingum og hefur þannig veruleg áhrif á smitleiðir veirusýkingar.

Svifryk hefur áhrif á heildarfjölda smita

Vegna mikilla skógarelda í sumum sýslum Kaliforníu og Washington ríkja leiddi rannsóknin, sem birt var í tímaritinu Science Advances, í ljós, að næstum 20 prósent tilfella Covid-19 tengdust auknu magni svifryks.

„Við komumst að því að í sumum sýslunum var hlutfall af heildarfjölda Covid-19 tilfella og dauðsfalla vegna mikils PM2,5 mjög hátt og að í heildina er þetta mjög hættuleg samsetning,“ sagði Francesca Dominici, líffræði- og lýðheilsuprófessor við Harvard og einn höfunda rannsóknarinnar, um tengsl milli aukningar á svifryki og áhættu af Covid-19 tilfellum og dauðsföllum. „Það er virkilega skelfilegt þegar við höldum áfram að horfast í augu við þessa skógarelda um allan heim. Vísindamennirnir sem unnu að rannsókninni notuðu meðal annars gervitungl til að fylgjast með því þegar skógareldar loguðu auk skynjara á jörðu niðri til að fylgjast með magni af fínu svifryki, eða PM2.5.

„Einnig var tekið tillit til annarra breytna eins og veðurs, fólksfjölda og almennrar þróunar í faraldrinum til að hafa yfirlit yfir þá þætti sem gætu skekkt niðurstöðurnar,“ sagði Dominici.
Þar sem skógareldar hafa brennt gríðarstór svæði vesturstrandarinnar undanfarin ár, hafa lýðheilsuyfirvöld í auknum mæli staðið frammi fyrir þrálátum erfiðleikum í tengslum við svifryksmengun. Öndunarfærasjúkdómar líkt og astmi eða langvinn lungnateppa hafa undið upp á sig auk andlegra heilsufarslega afleiðinga, til að mynda kvíða og þunglyndis, í kjölfar þess að búa við slíkar aðstæður.

Gárungar geta þó ekki stillt sig og koma með aðra kenningu í kjölfar svifryksmengunar og aukinna smita Covid-19. Þar sem svo margir hafa tilhneigingu til að halda sig innandyra við þess háttar aðstæður getur slíkt að sjálfsögðu leitt til meiri samskipta við sýkt fólk sem er innandyra.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...