Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ljósmyndabókin Stafrófið í íslenskum blómum komin út
Fréttir 27. apríl 2016

Ljósmyndabókin Stafrófið í íslenskum blómum komin út

Ljósmyndabókin Stafrófið í íslenskum blómum er nýkomin út en hún er eftir Eddu Valborgu Sigurðardóttur hönnuð. 
 
Að sögn Eddu er meginmarkmið bókarinnar að sy´na börnum á öllum aldri ljósmyndir af íslenskum blómum í náttúrulegu umhverfi, þannig að þau geti þekkt blómin aftur úti í náttúrunni.
 
Edda V. Sigurðardóttur hönnuður.
Á hverri opnu í bókinni er ljósmynd af íslensku blómi sem á við þann bókstaf í stafrófinu sem stendur efst í horni blaðsíðunnar. Þar er einnig stuttur texti; vísubrot eða þula þar sem viðkomandi blóm kemur við sögu, fróðleikur um hvar blómið er helst að finna og hvenær það blómstrar. Þegar grannt er skoðað má svo finna litla blómálfa sem fela sig inni á milli blómanna. Aftast í bókinni er opna með yfirliti yfir heiti blómanna á íslensku, ensku og latínu, ásamt stuttum texta á ensku um hvert blóm og um íslenska stafrófið.
 
Hin dásamlegu villtu blóm í íslenskri náttúru
 
Edda segir svo frá kveikjunni að bókinni: „Ung hafði ég gaman af umhverfi mínu og tók eftir því smáa. Ef til vill varð þessi áhugi og síðar hæfileiki til þess að ég fór í myndlistarnám og hef starfað sem teiknari og grafískur hönnuður í áratugi. Það er ómetanlegt að kunna að horfa og sjá – skilja form, liti, lögun hluta og mynstur. Með bókinni vil ég deila þessari upplifun og hafa áhrif á unga sem aldna til að njóta hins smáa í kringum okkur. Í þessari bók eru það hin dásamlegu villtu blóm í íslenskri náttúru.“
 
Höfundur gefur bókina sjálfur út, með styrkjum frá Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar og Hvítlist.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...