Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Ljóðskáldið Ásmundur Magnús Hagalínsson.
Ljóðskáldið Ásmundur Magnús Hagalínsson.
Mynd / aðsend
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýorðinn 94 ára gamall. 

Bókin heitir Hvammur og fjallar kveðskapurinn um atburði í lífi Ásmundar Magnúsar, sem er yfirleitt kallaður Magnús. Hann kemur inn á von og þrá, ást og trú, fjölskyldu, samferðamenn og atburði líðandi stundar og liðinna tíma. Hann fæddist 14. febrúar árið 1931 og ólst upp á Hvammi í Dýrafirði, ásamt þrettán öðrum systkinum. Í ljóðunum leitar hugur Magnúsar til Vestfjarða og birtast gjarnan í þeim myndir úr íslenskri náttúru.

Útgefandi bókarinnar er Aðalheiður E. Ásmundsdóttir, dóttir Ásmundar Magnúsar. Hún segist hafa átt frumkvæðið að því að koma kveðskap föður síns á prent. „Þetta var á sneplum hér og þar um alla íbúð og okkur langaði til að setja þetta saman í fallega ljóðabók.“ Hún segir hann hafa ort með ólíkum en hefðbundnum bragarháttum alla sína tíð.

Frá unga aldri tók Magnús þátt í bústörfum og sjómennsku og á unglingsárum starfaði hann í vegavinnu, á snurvoðarbát og við síldveiðar. Hann lærði málmiðn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri og útskrifaðist sem vélstjóri frá Vélskóla Íslands árið 1957. Eftir útskrift vann hann sem vélstjóri á fjölmörgum skipum og sigldi með fisk til New York. Hann tók einnig þátt í að sækja skip til Noregs og Hollands til að fylgjast með niðursetningu og frágangi á vélbúnaði. Árið 1969 hóf hann störf hjá ÍSAL í Straumsvík, þar sem hann starfaði við viðhald og eftirlit í meira en 30 ár.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...