Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Ár á friðlýstu Broods Range-víðernunum í Alaska eru skyndilega orðnar eitraðar vegna efnahvarfa við þiðnun heimskautafrerans. Fiskistofnar eru í hættu, sem og annað lífríki.
Ár á friðlýstu Broods Range-víðernunum í Alaska eru skyndilega orðnar eitraðar vegna efnahvarfa við þiðnun heimskautafrerans. Fiskistofnar eru í hættu, sem og annað lífríki.
Mynd / Josh Koch
Utan úr heimi 17. október 2025

Litskrúðug og baneitruð laxveiðiá

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Laxveiðiár í Alaska eru orðnar mengaðar vegna efnahvarfa sem myndast við þiðnun heimskautasífrerans.

Í Alaska hefur áin Lax (e. Salmon) lengi verið eftirsótt til veiða á samnefndum fiski og vatn hennar lengstum tært og hreint. Nú ber svo við að áin er gruggug og ryðrauð eða jafnvel appelsínugul á lit og ástæða þess rakin til þiðnunar heimskautasífrerans. Gert er ráð fyrir að þetta skyndilega og víðtæka niðurbrot á áður óspilltum norðurskautsstraumum endurspegli útsetningu súlfíðsteinda í undirliggjandi berggrunni fyrir veðrun, í kjölfar þíðu sífrerans.

Grjót í ánni er hlaðið brennisteini og myndar nú súlfíðsýru sem leysir upp allan kopar, kadmíum og fleira sem upphaflega var í berginu. Vatn árinnar er orðið súrt og í því þrífast lifandi verur illa.

Grunnvatnsrennsli og straumvatn frá vistkerfum þar sem súlfíð oxast getur flutt fjölda hugsanlega eitraðra málma til annarra vistkerfa í ferli sem er hliðstætt afrennsli úr súrum námum.

Proceedings National Academy of Sciences, ritrýnt tímarit sem fjallar um rannsóknir á sviðum líffræði, eðlisfræði og félagsvísinda, greinir frá.

Málmar yfir eitrunarmörkum

Votlendið í Brooks Range í Alaska er á víðáttumiklu svæði af friðlýstum víðernum og hefur lengi verið megin búsvæði bæði staðbundinna fiskitegunda og göngufiska (anadromous). Árið 2019 fór fyrst að bera á því að áður glertært vatn árinnar varð appelsínugulleitt og hefur haldist gruggugt og mislitað síðan. All eru nú svo komið fyrir í það minnsta 75 ám og lækjum á svæðinu.

Í rannsókn sem birt var undir síðustu áramót kom í ljós að meginkvísl Lax og flestar þverár hennar hafa málmstyrk sem talinn er eitraður fyrir lífríki í vatni. Niðurstöðurnar gætu hjálpað til við að skýra nýlegt hrun í endurkomu laxa á hrygningarsvæði árinnar.

Laxveiði er mikilvægur tekjustofn íbúa svæðisins og því veldur þetta alvarlegum búsifjum auk náttúruspjalla.

Árnar að verða ónýtar

Meginá Lax sýndi skv. rannsókninni m.a. hækkaðan súlfatstyrk, sem og flestar þverárnar, sérstaklega þær á efri vatnaskilum. Meginkvísl Lax fór stöðugt yfir langvarandi váhrifaþröskuld EPAumhverfisstofnunarinnar fyrir heildarstuðul endurheimtanlegs járns og áls og uppleysts kadmíums, frá fyrstu stóru þveránni til ósa.

Níu af tíu helstu þverám, sem tekin voru sýni úr, fóru yfir EPAviðmiðunarmörk.

Niðurstöður benda til þess að búsvæðagæði staðbundinna- og göngufiska séu verulega skert á vatnasviði Lax. Tap á mikilvægu hrygningarsvæði í ánni og mörgum öðrum ám og lækjum á svæðinu gæti skýrt nýlegt hrun í laxagengd.

Breyting ánna á Brooks Rangesvæðinu er ekkert einsdæmi, ár, vötn og lækir beggja heimskauta eru í vaxandi mæli að taka á sig þennan ryð-appelsínugula lit vegna þiðnunar sífrerans. Nýbirt rannsókn Umeåháskóla sýnir að ís við mínus 10 °C losar meira járn úr algengum steinefnum en fljótandi vatn við 4 °C. Þetta ögrar hinum viðteknu sannindum um að frosið umhverfi hægi á efnahvörfum.

Þiðnun sífrera risavaxið mál

Sífreri (permafrost) er þegar hiti fer ekki upp fyrir -1 °C. Þótt talað sé um sífrera þegar frost hefur verið lengur en tvö ár í röð, er oft um að ræða hundruð eða jafnvel þúsundir ára.

Sífrerinn nær til fjórðungs norðurhvels og í Síberíu, Alaska og norðurhluta Kanada eru miklar freðmýrar.

Vísindamenn víða um heim telja ástæðu til að beina athygli í ríkari mæli að þiðnun sífrera jarðar. Þiðnunin hefur miklar afleiðingar, jafnt á landið sjálft og fólkið sem þar býr. Byggð víkur og dýr og aðrar lífverur þurfa að finna sér ný búsvæði.

Alvarleg hætta kann að stafa af örverum sem losna úr klóm frostsins. Þá er að losna úr læðingi kolefni sem bundið hefur verið í ís í þúsundir ára og bætast við þann koltvísýring sem safnast hefur saman af mannavöldum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...