Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist
Hannyrðahornið 7. apríl 2022

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist

Höfundur: Sigrún Helga Indriðadóttir

Þó að vetur konungur sé vonandi á förum er alltaf gott að eiga hlýja vettlinga, t.d. í fjallgönguna eða útileguna. Uppskriftin heitir HAUST en því er auðvelt að breyta  í VOR, litavalið eitt ræður því. Uppskriftin er hugsuð þannig að vettlingaparið sé hvort með sínum munsturlitnum.

En þessi uppskrift er einnig kjörin til að nýta umframgarn og leika sér að litum.

Höfundur:  Sigrún Helga Indriðadóttir

Stærð: Dömu

Efni: Sauðaband frá Rúnalist eða Hulduband frá Uppspuna. 

            Aðallitur: 60-70 g

            Munsturlitir alls: 25-30 g

Prjónfesta: 5 x 5 cm = 12 lykkjur og 12 umferðir slétt á prjóna nr. 4 ½.  Hægt er að minnka eða stækka vettlingana með þvi að breyta um prjónastærð.

Leiðbeiningar

  • Fitja upp 40 lykkjur með aðallit á prjóna nr. 4
  • Tengið saman í hring og prjónið stroff: *2 slétt, 2 brugðið* þar til stroffið mælist 8-9 cm
  • Skiptið yfir á prjóna nr. 4 1/2 og prjónið eina umferð slétt en aukið jafnframt út um 3 lykkjur jafnt yfir umferðina = 43 lykkjur.
  • Þá er byrjað á munstrinu. Lesið munstrið frá hægri til vinstri og byrjið hjá pílunni
  • Aukið út fyrir þumli eins og sýnt er á myndinni.
  • Þegar komið er að rauðu línunni er tekið auka band í öðrum lit og prjónað yfir 11 lykkjur, setjið þessar 11 lykkjur aftur yfir á prjóninn og haldið áfram með munstrið þar til komið er að úrtöku.
  • Fellið af samkvæmt útskýringu og þegar 11 lykkjur eru eftir, klippið þá bandið og dragið í gegn.
  • Þumall: takið upp 24 lykkjur; 11 lykkjur að framan og aftan auk 2 lykkjur sitthvoru megin við þessar 11 lykkjur sem prjónaðar voru á auka bandið (1 lykkja, 11 lykkjur, 1 lykkja, 11 lykkjur). Byrjið þar sem pílan er og prjónið frá hægri til vinstri.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f