Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Litríkar gulrætur og áhugaverð kartöfluræktun
Fréttir 16. október 2014

Litríkar gulrætur og áhugaverð kartöfluræktun

Fimmtudaginn 16. október kl. 19:30 verður fræðslukvöld á vegum Matjurtaklúbbsins haldið í Síðumúla í Reykjavík. Dagný Hermannsdóttir ætlar að segja frá leitinni að fallegustu og bestu gulrótinni.

Hún hefur sérstakt dálæti á litríku grænmeti og hefur prófað ýmis yrki af gulrótum í flestum litum regnbogans  og ætlar að sýna þau yrki sem spruttu vel í sumar og gefa gestum að smakka á þeim.

Einnig verður sagt frá spennandi kartöfluræktun af fræi. Dagný hefur nú í tvö ár ásamt Jóhönnu B. Magnúsdóttur og Jóni Þ. Guðmundssyni unnið að verkefni innan Garðyrkjufélags Íslands. Þau eru að rækta kartöflur af erlendu fræi, hvert fræ er mögulega nýtt yrki og markmiðið er að þróa ný yrki sem henta við íslenskar aðstæður. Óvenjulegar kartöflur verða til sýnis.

Fræðslufundurinn er öllum opinn og eru félagar hvattir til að taka með sér gesti.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f