Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Alþingi við Austurvöll. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar má ekki greina mikla stefnubreytingu þegar kemur að landbúnaði.
Alþingi við Austurvöll. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar má ekki greina mikla stefnubreytingu þegar kemur að landbúnaði.
Mynd / Sikeri – Wikimedia Commons
Fréttir 11. september 2025

Litlar breytingar á ramma

Höfundur: Ástvaldur Lárusson og Þröstur Helgason

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er ekki gert ráð fyrir mikilli breytingu á þeim fjármunum sem fara til landbúnaðar.

Gert ráð fyrir 2,5% hækkun til búvörusamninga sem eiga væntanlega að endurspegla verðlagsuppfærslu. Framlög til Matvælastofnunar hækka um 10,2% og skrifstofu atvinnuvegaráðuneytisins um 35%.

Helstu verkefnum í málaflokknum á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, er skipt í þrjú markmið. Fyrst er að efla fæðuöryggi og standa vörð um heilbrigði plantna og dýra, velferð dýra og öryggi matvæla. Í öðru lagi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna landbúnaðar og auka bindingu og í þriðja lagi að skapa skilyrði til fjölbreyttari landbúnaðarframleiðslu með sjálfbærni og verðmætasköpun að leiðarljósi.

Undir fyrsta markmiðið fellur meðal annars efling kornræktar til aukningar á innlendri framleiðslu á korni til fóðurs og til manneldis þar sem unnið verður að aðgerðum samkvæmt aðgerðaáætluninni Bleikir akrar. Á meðal aðgerða eru fjárfestingastuðningur, framleiðslustuðningur og þróunarverkefni og er fjárveitingunni haldið innan ramma. 120 milljónum verður varið til innleiðingar verndandi arfgerða gegn riðuveiki í íslenska sauðfjárstofninum, sem er tíu milljón króna aukning frá síðasta ári.

Fjárveitingu til heildstæðrar stefnumótunar um dýravelferð og endurskoðun viðeigandi laga verður haldið innan ramma. Fimmtíu milljónum verður varið aukalega í eflingu eftirlits með lagareldi með fjölgun stöðugilda hjá Matvælastofnun og hugbúnaðarog tæknikaupum, en á síðustu fjárlögum var 176 milljóna króna framlagi veitt til verkefnisins.

Innan þess markmiðs að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fellur verkefnið að efla rannsóknir og bæta þekkingu á loftslagsáhrifum íslensks landbúnaðar í samræmi við alþjóðlegar gæðakröfur um losunarbókhald. Fjárveitingin þar verður innan ramma. Tíu milljóna króna aukning verður á þeim fjármunum sem varið er í innleiðingu aðgerða í landbúnaði samkvæmt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Undir markmiðið að skapa skilyrði til fjölbreyttari landbúnaðarframleiðslu fellur heildarendurskoðun á stuðningskerfi í landbúnaði og er fjárveitingin til þess verkefnis innan ramma.

Skylt efni: fjárlög

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...