Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands
Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands
Fréttir 8. september 2023

Lítil hreyfing á kvótamarkaði

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn 1. september síðastliðinn. Þar seldust einungis 225 þúsund lítrar af 1,4 milljón lítrum sem voru boðnir til sölu.

Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir óvanalegt að meira framboð sé á markaði en það sem óskað er eftir. Hann segir þetta ekki hafa gerst í langan tíma.

„Eftirspurnin er sjálfsagt minni af því að bændur binda vonir við að greitt verði fyrir umframmjólk. Svo er vaxtaumhverfið ekki að hjálpa.

Bændur eru ekki tilbúnir til að kaupa greiðslumark á þessu verði, eins og staðan er í dag,“ segir Rafn, en jafnvægisverðið endaði í 350 krónum fyrir hvern lítra. Greiðslumarkið sem óskað var eftir voru 846 þúsund lítrar, en verðið sem flestir buðu var of lágt og því gengu viðskiptin ekki eftir, nema fyrir áðurnefnda 225 þúsund lítra.

Hámarksverðið er þrefalt afurðastöðvaverð, eða 379 krónur.

Rafn segir verðið fyrir mjólkurlítrinn á tilboðsmörkuðum hingað til yfirleitt hafa verið það sama og hámarksverðið. Því sé óvanalegt að jafnvægisverðið hafi endað talsvert neðar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f