Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Leiðtogar heims hafa samykkt að gera allt til að draga úr skógareyðingu.
Leiðtogar heims hafa samykkt að gera allt til að draga úr skógareyðingu.
Mynd / unsplash.com
Utan úr heimi 3. mars 2023

Lítið gert til að draga úr skógareyðingu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Athugun sýnir að þriðjungur stórfyrirtækja sem tengjast víðáttumikilli skógareyðingu séu ekki með neina áætlun um að draga úr henni eða stöðva.

Samkvænt athugun Global Canopy, samtaka sem sérhæfa sig í söfnun upplýsinga og stöðu skóga í heiminum, hafa 31% þeirra alþjóðlegu stórfyrirtækja sem tengd eru víðtækri skógareyðingu gert ráðstafanir eða sett fram áætlun um að draga úr eyðingunni. Mörg fyrirtækjanna sem um ræðir hafa ekki heldur neinar áætlanir um að skoða þátt sinn í skógareyðingu og hafa ekki skrifað undir viljayfirlýsingu um að vilja draga úr eyðingunni.

Í skýrslu Global Canopy segir að þrátt fyrir að fjöldi stórfyrirtækja hafi gefið út stefnu þar sem kemur fram vilji til að vernda skóga hafi fá þeirra á sínum vegum eftirlit með eyðingu í tengslum við framleiðslu þeirra.

Þar segir einnig að fjöldi fyrirtækja hafi á sínum tíma gefið út yfirlýsingu um að draga verulega úr eða hætta framleiðslu sem leiði til skógareyðingar fyrir árið 2020 en að lítið hafi orðið um efndir hvað slíkt varðar.

Í athuguninni kemur fram að ýmis fjármagnsfyrirtæki hafi í ráðgjöf sinni bent á að samdráttur í skógareyðingu gæti reynst fjárhagslega óhagkvæmt.

Á Cop26 ráðstefnunni fyrir tveimur árum samþykktu leiðtogar heims að allt yrði gert til að draga úr skógareyðingu og gera hana óþarfa í virðiskeðjunni. Í dag er áætlað að skógareyðing til að rækta pálma til olíuframleiðslu og sojabaunir auk nautgripaeldis sé ástæðan fyrir um 25% losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum.

Skylt efni: Skógareyðing

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f